Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

266. fundur 06. desember 2017 kl. 17:00 - 18:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir forseti
  • Sigrún Blöndal 1. varaforseti
  • Stefán Bogi Sveinsson 2. varaforseti
  • Gunnar Jónsson bæjarfulltrúi
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer bæjarfulltrúi
  • Árni Kristinsson bæjarfulltrúi
  • Páll Sigvaldason bæjarfulltrúi
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Sigvaldi H Ragnarsson bæjarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 407

Málsnúmer 1711010F

Til máls tók: Gunnar Jónsson sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.
  • 1.1 201701003 Fjármál 2017
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Í bæjarráði var rædd hugmynd um að stofnað verði teymi nokkurra starfsmanna, ásamt einum fulltrúa kjörinna fulltrúa, til að undirbúa innleiðingu og framkvæmd þessa verkefnis.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að hópinn skipi: Fræðslustjóri, félagsmálastjóri, skrifstofu- og starfsmannastjóri, umsjónarmaður tölvumála og að fulltrúi kjörinna fulltrúa verði Stefán Bogi Sveinsson.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar, en Fljótsdalshérað mun áfram fylgjast grannt með framgangi málsins.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn breytingar við 1. og 3. gr. reglna Fljótsdalshéraðs um stofnframlög, sem lúta að því að veita megi stofnframlag til húsnæðissjálfseignarstofnanna sem stofnað er til af hálfu hagsmunasamtaka fatlaðra og/eða öryrkja.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn tillögu um framlengingu samningsins um eitt ár. Bæjarstjórn leggur þó áherslu á að skoðuð verði sérstaklega þörf á auknum framlögum vegna áranna 2017 og 2018. Jafnframt telur Fljótsdalshérað mikilvægt að við endurskoðun samninga um náttúrustofur verði haft fullt samráð við þau sveitarfélög sem eru aðilar að samningunum.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að jólafrí bæjarstjórnar hefjist eftir fund hennar 6. desember. Fyrsti fundur bæjarstjórnar á nýju ári verði 17. janúar.
    Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að bæjarráð fari með
    fullnaðarafgreiðsluumboð mála frá 7. desember og til og með 8. janúar, sbr. 5. mgr. 35. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, meðan bæjarstjórn er í jólaleyfi.
    Fastir fundir bæjarráðs á þeim tíma verða 11. desember og 8. janúar. Þar fyrir utan verður boðað til bæjarráðsfunda ef þörf krefur.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 408

Málsnúmer 1711019F

Til máls tók: Gunnar Jónsson sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Einnig ræddi hann sérstaklega lið 2.6.

Fundargerðin lögð fram.

3.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 409

Málsnúmer 1711027F

Til máls tóku: Gunnar Jónsson sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Einnig ræddi hann sérstaklega lið 3.3. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 3.3 og Sigrún Blöndal, sem ræddi lið 3.3.

Fundargerðin lögð fram.
  • 3.1 201701003 Fjármál 2017
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Fundargerðin lögð fram til kynningar.
  • Bókun fundar Fyrir liggur rekstraráætlun HSA 2018. Samkvæmt henni kemur fram að framlög ríkisins, samkvæmt drögum að fjárlögum, ná ekki að dekka bráðnauðsynlegan rekstrarkostnað.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og skorar á nýja ríkisstjórn við gerð nýrra fjárlaga að auka framlög til heilbrigðisstofnanna út um land, þannig að þær geti sinnt þjónustu við íbúa landsins.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • 3.4 201710002 Samgöngumál
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 3.5 201702061 Ungt Austurland.
    Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.

4.Atvinnu- og menningarnefnd - 59

Málsnúmer 1711015F

Til máls tók: Guðmundur Sveinsson Kröyer sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.

5.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 81

Málsnúmer 1711016F

Til máls tók: Árni Kristinsson sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest. Stefnt er að starfsáætlunin verði kynnt á fundi bæjarstjórnar í byrjun árs 2018.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Lögð er fram tillaga að gjaldskrá fyrir meðhöndlun og förgun úrgangs á Fljótsdalshéraði 2018.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá fyrir meðhöndlun og förgun úrgangs á Fljótsdalshéraði 2018. Gjaldskráin verði auglýst í B- deild Stjórnartíðinda.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Lagt er fram erindi frá Stefáni Halldórssyni þar sem óskað er eftir meðmælum varðandi stofnun lögbýlis á jörðinni Brú 2 á Jökuldal.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að gefa jákvæða umsögn vegna stofnunar lögbýlis að Brú 2.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt fram erindi frá Sólveigu Heiðrúnu Stefánsdóttur varðandi hjólreiðastíga út úr bænum.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og þakkar ábendinguna. Málið verði tekið upp í samráði við Vegagerðina og hagsmunaaðila.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar var lagt fram bréf frá Umhverfisstofnun þar sem minnt er á upplýsingagjöf sveitastjórna við útgáfu og endurskoðun á svæðisáætlunum um meðhöndlun úrgangs.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórnar að hafinn verði endurskoðun á svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs. Núgildandi áætlun gildir til ársins 2020.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Fyrir liggur erindi frá Halldóri B. Warén þar sem óskað er eftir byggingarleyfi vegna breytinga á Kaupvangi 17, breyting innanhúss vegna reksturs gistiaðstöðu.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögnum hefur verið skilað.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Beiðni frá Landsvirkjun um heimild til að nýta haugsett grjót við Lagarfossvirkjun til bakkavarna við Hól.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og gerir ekki athugasemd við að Landsvirkjun nýti efnið.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 255

Málsnúmer 1711011F

Fundargerðin lögð fram.

7.Íþrótta- og tómstundanefnd - 36

Málsnúmer 1710009F

Til máls tók: Guðmundur Sveinsson Kröyer sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.

8.Félagsmálanefnd - 159

Málsnúmer 1711009F

Til máls tók: Sigvaldi H. Ragnarsson sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Afgreiðsla félagsmálanefndar staðfest. Stefnt er að starfsáætlunin verði kynnt á fundi bæjarstjórnar í byrjun árs 2018.
  • Bókun fundar Afgreiðsla félagsmálanefndar staðfest.
  • Bókun fundar Afgreiðsla félagsmálanefndar staðfest.
  • Bókun fundar Afgreiðsla félagsmálanefndar staðfest.
  • Bókun fundar Á fundi félagsmálanefndar var styrkbeiðni Stígamóta fyrir árið 2018 tekin fyrir.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir bókun nefndarinnar, en samþykkir að öðru leyti tillögu hennar um að veita Stígamótum styrk að upphæð 700.000,- kr. á árinu 2018, vegna meðferðarviðtala samtakanna á Austurlandi.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Á fundi félagsmálanefndar reifaði félagsmálastjóri hugmyndir um samstarf lögreglu og félagsþjónustu Fjarðabyggðar og Fljótsdalshéraðs um forvarnarverkefnið "Höldum glugganum opnum."

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með nefndinni og lýsir ánægju sinni með að verkefninu verði komið á fót, svo fremi að kostnaður rúmist innan fjárhagsáætlunar næsta árs.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 62

Málsnúmer 1711007F

Til máls tók: Björn Ingimarsson sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.

10.Umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar í flokki II - Gistiheimili. Lagarfell 3

Málsnúmer 201707038

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Austurlandi vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir gistingu í flokki II að Lagarfelli 3 Fellabæ Fljótsdalshéraði. Umsækjendur eru Sigríður Sigmundsdóttir og Þór Ragnarsson.

Fyrir liggur jákvæð umsögn byggingarfulltrúa og heilbrigðiseftirlits.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn veitir jákvæða umsögn og staðfestir jafnframt að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að, sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.
Bæjarstjórn bendir á að eldvarnareftirlitið og vinnueftirlitið skila sínum umsögnum beint til sýslumanns.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar/Hjartarstaðir

Málsnúmer 201709043

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Austurlandi vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir gistingu í flokki II að Hjartarstöðum í Eiðaþinghá. Umsækjandi er Ágúst Þór Margeirsson.

Fyrir liggur jákvæð umsögn byggingarfulltrúa, eldvarnareftirlits og heilbrigðiseftirlits.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn veitir jákvæða umsögn og staðfestir jafnframt að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að, sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Umsókn um rekstrarleyfi/Álfabakki - Stóri-Bakki

Málsnúmer 201710095

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Austurlandi vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir gistingu í flokki II að Álfabakka í Hróarstungu. Umsækjandi er Stóri-Bakki ehf.

Fyrir liggur jákvæð umsögn byggingarfulltrúa og heilbrigðiseftirlits Austurlands.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn veitir jákvæða umsögn og staðfestir jafnframt að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að, sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.
Bæjarstjórn bendir á að eldvarnareftirlitið og vinnueftirlitið skila sínum umsögnum beint til sýslumanns.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Umsókn um rekstrarleyfi vegna sölu veitinga/N1 Söluskáli Egilsstaðir

Málsnúmer 201711018

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Austurlandi vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir sölu veitinga í flokki II að Kaupvangi 4 Egilsstöðum. Umsækjandi er N1 h/f.

Fyrir liggur jákvæð umsögn byggingarfulltrúa og heilbrigðiseftirlits Austurlands.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn veitir jákvæða umsögn og staðfestir jafnframt að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að, sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.
Bæjarstjórn bendir á að eldvarnareftirlitið og vinnueftirlitið skila sínum umsögnum beint til sýslumanns.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar/Hafursá

Málsnúmer 201711044

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Austurlandi vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir gistingu í flokki III að Hafursá Völlum. Umsækjandi er Kells ehf.

Fyrir liggur jákvæð umsögn byggingarfulltrúa og heilbrigðiseftirlits Austurlands.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn veitir jákvæða umsögn og staðfestir jafnframt að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að, sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.
Bæjarstjórn bendir á að eldvarnareftirlitið og vinnueftirlitið skila sínum umsögnum beint til sýslumanns.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 18:00.