Félagsmálanefnd - 159

Málsnúmer 1711009F

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 266. fundur - 06.12.2017

Til máls tók: Sigvaldi H. Ragnarsson sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Afgreiðsla félagsmálanefndar staðfest. Stefnt er að starfsáætlunin verði kynnt á fundi bæjarstjórnar í byrjun árs 2018.
  • Bókun fundar Afgreiðsla félagsmálanefndar staðfest.
  • Bókun fundar Afgreiðsla félagsmálanefndar staðfest.
  • Bókun fundar Afgreiðsla félagsmálanefndar staðfest.
  • Bókun fundar Á fundi félagsmálanefndar var styrkbeiðni Stígamóta fyrir árið 2018 tekin fyrir.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir bókun nefndarinnar, en samþykkir að öðru leyti tillögu hennar um að veita Stígamótum styrk að upphæð 700.000,- kr. á árinu 2018, vegna meðferðarviðtala samtakanna á Austurlandi.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Á fundi félagsmálanefndar reifaði félagsmálastjóri hugmyndir um samstarf lögreglu og félagsþjónustu Fjarðabyggðar og Fljótsdalshéraðs um forvarnarverkefnið "Höldum glugganum opnum."

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með nefndinni og lýsir ánægju sinni með að verkefninu verði komið á fót, svo fremi að kostnaður rúmist innan fjárhagsáætlunar næsta árs.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.