Íþrótta- og tómstundanefnd

36. fundur 22. nóvember 2017 kl. 17:00 - 18:45 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Adda Birna Hjálmarsdóttir formaður
  • Jóhann Gísli Jóhannsson varaformaður
  • Guðmundur Björnsson Hafþórsson aðalmaður
  • Þórunn Bylgja Borgþórsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Bylgja Borgþórsdóttir verkefnastjóri íþrótta- tómstunda- og forvarnarmála

1.Íþróttastyrkur starfsmanna Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201710050

Fyrir liggur tölvupóstur frá Jóhönnu Harðardóttur og Halldóru Ársælsdóttur vegna íþróttastyrks starfsfólks Fljótsdalshéraðs.

Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar Jóhönnu og Halldóru fyrir erindið. Leggur nefndin til að hreyfi- og heilsueflingastyrkur fyrir starfsfólk Fljótsdalshéraðs haldist óbreyttur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Umsókn um styrk/Lyftingafélag Austurlands

Málsnúmer 201710033

Fyrir liggur styrkbeiðni frá Lyftingafélagi Austurlands.

Íþrótta- og tómstundanefnd óskar eftir því að fulltrúi Lyftingafélags Austurlands verði boðaður á næsta fund nefndarinnar til viðræðna um hugsanlegt samstarf.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Hjólahreystibrautir

Málsnúmer 201711019

Fyrir liggur tölvupóstur frá Alexander Kárasyni með kynningu á hjólahreystibraut.

Lagt fram til kynningar.

4.Heilsueflandi samfélag, tilmæli frá stýrihópi

Málsnúmer 201710106

Fyrir liggur frá stýrihópi Heilsueflandi samfélags á Fljótsdalshéraði bréf dagsett 28. september 2017, þar sem nefndir og ráð sveitarfélagsins eru minnt á að hafa sjónarmið heilsueflingar í sinni víðustu mynd í huga við gerð starfsáætlana.

íþrótta- og tómstundanefnd þakkar ábendinguna. Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

5.Hjólreiðastígar - heilsueflandi samfélag

Málsnúmer 201711030

Fyrir liggur tölvupóstur frá Sólveigu Heiðrúnu Stefánsdóttur varðandi hjólreiðastíga út úr þéttbýlinu.

Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar Sólveigu erindið og tekur undir nauðsyn þess að fjölga möguleikum gangandi- og hjólandi vegfarenda í sveitarfélaginu. Vísar nefndin erindinu áfram til umhverfis- og framkvæmdanefndar og vinnu við göngu- og hjólreiðastíga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Samstarfssamningur milli Íþróttafélagsins Hattar og Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201602107

Fyrir liggja drög að samningi við Íþróttafélagið Hött, en gildandi samningur rennur út í árslok.

Íþrótta- og tómstundanefnd felur starfsmanni að vinna að áframhaldandi samningi við Íþróttafélagið Hött í samræmi við umræðu á fundinum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 18:45.