Hjólreiðastígar - heilsueflandi samfélag

Málsnúmer 201711030

Íþrótta- og tómstundanefnd - 36. fundur - 22.11.2017

Fyrir liggur tölvupóstur frá Sólveigu Heiðrúnu Stefánsdóttur varðandi hjólreiðastíga út úr þéttbýlinu.

Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar Sólveigu erindið og tekur undir nauðsyn þess að fjölga möguleikum gangandi- og hjólandi vegfarenda í sveitarfélaginu. Vísar nefndin erindinu áfram til umhverfis- og framkvæmdanefndar og vinnu við göngu- og hjólreiðastíga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 81. fundur - 22.11.2017

Lagt fram erindi frá Sólveigu Heiðrúnu Stefánsdóttur varðandi hjólreiðastíga út úr bænum.


Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar ábendinguna, málið verði tekið upp í samráði við Vegagerðinna og hagsmunaaðila.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.