Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 81

Málsnúmer 1711016F

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 266. fundur - 06.12.2017

Til máls tók: Árni Kristinsson sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest. Stefnt er að starfsáætlunin verði kynnt á fundi bæjarstjórnar í byrjun árs 2018.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Lögð er fram tillaga að gjaldskrá fyrir meðhöndlun og förgun úrgangs á Fljótsdalshéraði 2018.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá fyrir meðhöndlun og förgun úrgangs á Fljótsdalshéraði 2018. Gjaldskráin verði auglýst í B- deild Stjórnartíðinda.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Lagt er fram erindi frá Stefáni Halldórssyni þar sem óskað er eftir meðmælum varðandi stofnun lögbýlis á jörðinni Brú 2 á Jökuldal.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að gefa jákvæða umsögn vegna stofnunar lögbýlis að Brú 2.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt fram erindi frá Sólveigu Heiðrúnu Stefánsdóttur varðandi hjólreiðastíga út úr bænum.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og þakkar ábendinguna. Málið verði tekið upp í samráði við Vegagerðina og hagsmunaaðila.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar var lagt fram bréf frá Umhverfisstofnun þar sem minnt er á upplýsingagjöf sveitastjórna við útgáfu og endurskoðun á svæðisáætlunum um meðhöndlun úrgangs.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórnar að hafinn verði endurskoðun á svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs. Núgildandi áætlun gildir til ársins 2020.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Fyrir liggur erindi frá Halldóri B. Warén þar sem óskað er eftir byggingarleyfi vegna breytinga á Kaupvangi 17, breyting innanhúss vegna reksturs gistiaðstöðu.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögnum hefur verið skilað.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Beiðni frá Landsvirkjun um heimild til að nýta haugsett grjót við Lagarfossvirkjun til bakkavarna við Hól.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og gerir ekki athugasemd við að Landsvirkjun nýti efnið.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.