Umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar/Hafursá

Málsnúmer 201711044

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 266. fundur - 06.12.2017

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Austurlandi vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir gistingu í flokki III að Hafursá Völlum. Umsækjandi er Kells ehf.

Fyrir liggur jákvæð umsögn byggingarfulltrúa og heilbrigðiseftirlits Austurlands.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn veitir jákvæða umsögn og staðfestir jafnframt að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að, sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.
Bæjarstjórn bendir á að eldvarnareftirlitið og vinnueftirlitið skila sínum umsögnum beint til sýslumanns.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.