Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

261. fundur 06. september 2017 kl. 17:00 - 19:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir forseti
  • Sigrún Blöndal 1. varaforseti
  • Stefán Bogi Sveinsson 2. varaforseti
  • Gunnar Jónsson bæjarfulltrúi
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer bæjarfulltrúi
  • Árni Kristinsson bæjarfulltrúi
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Aðalheiður Björt Unnarsdóttir varamaður
  • Ester Kjartansdóttir varamaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri
Í upphafi fundar bar forseti upp tillögu um að bæta lið nr. 10 á dagskrá og var það samþykkt samhljóða.

1.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 394

Málsnúmer 1708007F

Til máls tóku: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Einnig ræddi hann sérstaklega lið 1.4. Guðmundur S. Kröyer, sem ræddi lið 1.4. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 1.4 og Sigrún Blöndal, sem ræddi lið 1.4.

Fundargerðin lögð fram.
  • 1.1 201701003 Fjármál 2017
    Bókun fundar Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.
  • 1.2 201708031 Snjótroðari
    Bókun fundar Í bæjarráði kynnti Björn Ingimarsson drög að viðauka við samstarfssamning um rekstur skíðasvæðisins í Stafdal og kaup á notuðum snjótroðara.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn samningsdrögin og heimilar bæjarstjóra að vinna málið áfram á þessum nótum.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn samþykkir að kanna grundvöll fyrir auknu samtarfi á fleiri sviðum meðal sveitarfélaga á starfssvæði Félagsþjónustu Fljótsdalshérað en nú er þegar í gangi, með hugsanlega sameiningu sveitarfélaganna í huga til lengri tíma litið.
    Bæjarstjóra falið að boða kjörna fulltrúa þessara sveitarfélaga til fundar um málið.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 395

Málsnúmer 1708014F

Til máls tóku: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Einnig ræddi hann sérstaklega lið 2.5. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 2.5 og Árni Kristinsson, sem ræddi lið 2.5 og lið 2.2.

Fundargerðin lögð fram.
  • 2.1 201701003 Fjármál 2017
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.
  • 2.3 201708031 Snjótroðari
    Bókun fundar Í bæjarráði voru lögð fram drög að viðauka við samstarfssamning um rekstur skíðasvæðisins í Stafdal, sem dagsettur var 20.12.2013.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn viðauka við samstarfssamninginn eins og hann liggur fyrir fundinum og felur fjármálastjóra að gera tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun Fljótsdalshéraðs 2017, til að mæta auknum útgjöldum.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Á fundi bæjarráðs var lögð fram skýrsla sem tekin var saman fyrir Vegagerðina 2011 og fjallar um hugsanleg munnasvæði fyrirhugaðra Fjarðarheiðarganga.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og ítrekar fyrri bókanir sínar og leggur áherslu á mikilvægi þess að sem fyrst verði ráðist í gerð jarðganga undir Fjarðarheiði, sem verði fyrsti áfangi í endanlegri tengingu Mið-Austurlands með jarðgöngum.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.

3.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 396

Málsnúmer 1708017F

Til máls tók: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.
  • 3.1 201701003 Fjármál 2017
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Í bæjarráði var kynnt tillaga að viðauka 4 við fjárhagsáætlun ársins 2017. Tekjur aukast um 34,7 milljónir vegna framlaga úr Jöfnunarsjóði vegna skattlagningar á fjármálafyrirtæki. Rekstrargjöld aukast um 3,5 milljónir á lið 21-400, vegna uppfærslu á fjárhagsupplýsingakerfum sveitarfélagsins. Í Atvinnumálasjóði aukast rekstrarútgjöld um 2 milljónir vegna hlutafjáraukningar í Gróðrarstöðinni Barra. Eignfærsla vegna kaupa á snjótroðara kr. 8,6 milljónir mun rúmast innan fjárfestingaáætlunar.


    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn framlagða tillögu að viðauka 4, við fjárhagsáætlun 2017.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt fram erindi frá Vilhjálmi Vernharðssyni og Elísabet Kristjánsdóttur, þar sem óskað er heimildar sveitarfélagins fyrir heimakennslu vegna dóttur þeirra. Hún mun þó að hluta til stunda nám við Brekkuskóla á Akureyri, líkt og verið hefur undanfarin ár.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að vísa málinu til vinnslu hjá fræðslustjóra, sem síðan leggur málið fyrir fræðslunefnd.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • 3.5 201708106 Samgönguþing 2017
    Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að Anna Alexandersdóttir verði fulltrúi Fljótsdalshéraðs á Samgönguþinginu.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Á komandi vetri verða viðtalstímar bæjarfulltrúa Fljótsdalshéraðs m.a. með eftirfarandi hætti.
    Bæjarstjórnarbekkurinn verður í þrjú skipti. Í Nettó fimmtudaginn 19. október, á jólamarkaði Barra sem haldinn er fyrri hluta desember og í Nettó fimmtudaginn 23. febrúar.
    Einnig verður hægt að óska eftir formlegum viðtalstíma við bæjarfulltrúa, með því að hafa samband við bæjarskrifstofuna og panta tíma með amk. 2 daga fyrirvara. Reynt verður að tryggja að í þá viðtalstíma mæti bæði fulltrúi frá meirihluta og minnihluta. Gert er ráð fyrir að þeir viðtalstímar verði á fimmtudögum frá kl. 17:00 til kl. 18:30, en þó einungis ef fyrir liggur beiðni um viðtal frá íbúum.
    Eins og áður verður líka hægt að hafa beint samband við einstaka bæjarfulltrúa, bæði með tölvupósti og einnig í síma, kjósi fólk að ræða erindi sitt við einhvern ákveðinn fulltrúa. Upplýsingar um netföng og GSM númer kjörinna fulltrúa er m.a. að finna á heimasíðu Fljótsdalshéraðs undir Stjórnsýsla/Bæjarstjórn.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn samþykkir ofangreint fyrirkomulag og felur skrifstofustjóra að kynna það fyrir íbúum.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • 3.7 201709006 Landbúnaðarmál
    Bókun fundar Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.

4.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 75

Málsnúmer 1708012F

Til máls tóku: Árni Kristinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 4.8 og bar fram fyrirspurn. Árni Kristinsson, sem ræddi lið 4.8. og svaraði fyrirspurn. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 4.8 og Árni Kristinsson, sem ræddi lið 4.8.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 4.6 201701148 Landbótasjóður 2017
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar var lögð fram ósk um umsögn um að lóðin Hurðarbak 1, landnúmer 222799, öðlist lögbýlisrétt.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar veitir bæjarstjórn jákvæða umsögn og samþykkir erindið.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar var lögð fram beiðni frá Þráni Lárussyni fyrir hönd 701 Hótel, um að sparkvöllurinn við íþróttahúsið á Hallormsstað verði fjarlægður.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið en kallar eftir kostnaðarmati á niðurrifinu og flutningi vallarins. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ganga frá samningi um frágang svæðisins.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt fram erindi frá Guðmundi Hólm Guðmundssyni fyrir hönd RARIK þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi vegna strenglagnar á hluta Gagnheiðarlínu.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og gerir ekki athugasemd við framkvæmdina. Bæjarstjórn leggur áherslu á að gengið verði vel frá framkvæmdasvæðinu og verkið unnið í samráði og samvinnu við landeigendur.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt fram erindi frá Guðmundi Hólm Guðmundssyni fyrir hönd RARIK þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi vegna jarðstrengs í Fellum.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og gerir ekki athugasemd við framkvæmdina. Bæjarstjórn leggur áherslu á að gengið verði vel frá framkvæmdasvæðinu og verkið unnið í samráði og samvinnu við landeigendur.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lögð fram skipulagslýsingin Blönduð byggð í Fellabæ, vegna breytingar á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028. Breytingin felst í breyttri landnotkun á lóðunum nr. 1 og 3 við Lagarfell.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að lýsingin verði auglýst skv. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028. Breytingin felst í að breyta landnotkun á 12,8 ha svæði úr landi Ketilsstaða á Völlum, úr landbúnaðarsvæði í svæði fyrir verslun og þjónustu. Frestur til að leggja fram athugasemdir var til 16. ágúst sl. Athugasemd barst frá Þórdísi Bergsdóttur og Hallgrími Bergssyni þar sem bent er á kvöð sem er á jörðinni. Umhverfis- og framkvæmdanefnd hefur farið yfir athugasemd Þórdísar Bergsdóttur og Hallgríms Bergssonar. Álit nefndarinnar er að athugasemdin eigi ekki við skipulagstillöguna þar sem hún snýr að kvöð á jörðinni.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að tillagan fái meðferð skv. 32. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lögð fram tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir 12,8 ha land. Tillagan afmarkast af Höfðaá að austan og norðan, landamerkjum við Ketilsstaði og Stóruvík að sunnan og af Lagarfljóti að vestan. Meginmarkmið deiliskipulagsins er að skipuleggja svæði fyrri áformaða gistiþjónustu með sjö nýjum byggingarreitum ásamt aðkomu. Frestur til að leggja fram athugasemdir var til 16. ágúst sl. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatímanum.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að tillagan verði send Skipulagsstofnun til staðfestingar og fái meðferð skv. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lögð er fram Umferðaröryggisáætlun 2016-2021 fyrir Fljótsdalshérað, sem unnin var af VSÓ Ráðgjöf. Málið var áður á dagskrá 74. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar þann 9. ágúst sl.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framlagða Umferðaröryggisáætlun fyrir Fljótsdalshérað.
    Starfsmanni nefndarinnar falið að láta leiðrétta skýrsluna með tilliti til stafsetningar og staðháttavillna og birta áætlunina svo á heimasíðu sveitarfélagsins.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Fyrir liggur Deiliskipulagstillagan - Grásteinn, að afloknu auglýsingaferli. Frestur til að gera athugasemdir var til 12.7.2017. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatímabilinu en fyrir liggja ábendingar við tillöguna frá Skipulagsstofnun. Fyrir liggur tillaga þar sem brugðist hefur verið við ábendingum Skipulagsstofnunar. Málið var áður á dagskrá 74. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar þann 9. ágúst sl.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram.
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að tillagan verði send Skipulagsstofnun til staðfestingar og fái meðferð skv. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Sótt er um stöðuleyfi fyrir sýningarhúsum við Kaupvang gegnt núverandi tjaldstæði.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn landnotkun, með fyrirvara um að teikningar sem sýna afstöðu berist. Starfsmanni umhverfis- og framkvæmdanefndar falið að klára málið.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.

5.Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 252

Málsnúmer 1708008F

Til máls tók: Sigrún Blöndal, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókun.

Fundargerðin lögð fram.

6.Félagsmálanefnd - 156

Málsnúmer 1708002F

Flestir liðir á fundi félagsmálanefndar eru afgreiddir af nefndinni og bókast sem trúnaðarmál. Þeir birtast því ekki í fundargátt.

Fundargerðin lögð fram.

7.Íþrótta- og tómstundanefnd - 33

Málsnúmer 1706019F

Til máls tóku: Guðmundur Sveinsson Kröyer sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Sigrún Blöndal, sem ræddi liði 7.8 og 7.10. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi liði 7.8 og 7.10. Árni Kristinsson, sem ræddi lið 7.2 og Sigrún Blöndal, sem ræddi lið 7.10.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Afgreiðsla íþrótta- og tómstundanefndar staðfest.
  • Bókun fundar Fyrir liggur styrkveiting að upphæð 350.000 kr. frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands (EBÍ) til Fljótsdalshéraðs, en styrkurinn er veittur til uppbyggingar heilsustígs í Selskógi.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með íþrótta- og tómstundanefnd og þakkar EBÍ fyrir styrkinn og mun áfram vinna að framgangi málsins í samstarfi við umhverfis- og framkvæmdanefnd, í samræmi við mál nr. 201408077 og bókun umhverfis- og framkvæmdanefndar frá 10. september 2014.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Fyrir liggur hugmynd af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað, dagsett 1. júní 2017, undir heitinu "Wibit braut í sundlaugina".

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með íþrótta- og tómstundanefnd og vísar erindinu til skoðunar hjá forstöðumanni Íþróttamiðstöðvarinnar á Egilsstöðum, sem sér um innkaup á búnaði og leiktækjum sem hæfa stærð sundlaugarinnar.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Fyrir liggur styrkbeiðni frá UÍA, dagsett 14. júní 2017, vegna hjólreiðakeppninnar Tour de Ormurinn.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögur íþrótta- og tómstundanefndar samþykkir bæjarstjórn að UÍA verði styrkt vegna hjólreiðakeppninnar um kr. 100.000, sem tekið verði af lið 0689. Jafnframt er UÍA og Austurför óskað til hamingju með framkvæmd keppninnar í ár.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Lögð fram drög samnings á milli líkamsræktarstöðvanna Héraðsþreks og CrossFit Austur um samstarf á milli stöðvanna.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með íþrótta- og tómstundanefnd og fagnar því að skref séu tekin í átt að auknu samstarfi líkamsræktarstöðvanna tveggja og samþykkir samninginn f.h Fljótsdalshéraðs.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Fyrir liggur erindi frá Körfuknattleiksdeild Hattar vegna nafns á heimavöll meistaraflokks Hattar í körfuknattleik, en beðið er um að Íþróttamiðstöðin á Egilsstöðum verði kölluð Brauð og co. höllin í tengslum við heimaleiki liðsins í Domino's deildinni keppnistímabilið 2017-2018. Einnig liggur fyrir afstaða aðalstjórnar Íþróttafélagsins Hattar sem lýsir yfir stuðningi við erindið.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu íþrótta- og tómstundanefndar gerir bæjarstjórn ekki athugasemd við fyrirliggjandi samningsdrög á milli Hattar og Brauð og co. þar sem um skammtíma samning er að ræða.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Unglingalandsmót UMFÍ 2017 var haldið á Egilsstöðum um
    verslunarmannahelgina og tókst vel til.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með íþrótta- og tómstundanefnd og óskar öllum hlutaðeigandi til hamingju með glæsilegt og vel heppnað mót og fagnar því að mögulegt sé að halda stórmót eins og Unglingalandsmót UMFÍ í sveitarfélaginu. Jafnframt beinir bæjarstjórn því til Mennta- og menningarmálaráðuneytis að fjárframlög til sveitarfélaga vegna unglingalandsmóta séu a.m.k. í samræmi við kostnað við mótahald.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Kosning fulltrúa í embætti, stjórnir og nefndir á vegum Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201406079

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Vegna fyrirsjáanlegra forfalla og breytinga á áður kjörnum fulltrúum á aðalfund SSA 2017, samþykkir bæjarstjórn að eftirtaldir aðilar verði fulltrúar Fljótsdalshéraðs á fundinum.

Aðalmenn.
Gunnhildur Ingvarsdóttir B-lista
Páll Sigvaldason B-lista
Aðalheiður Björt Unnarsdóttir B-lista
Gunnar Jónsson Á-lista
Esther Kjartansdóttir Á-lista
Sigrún Blöndal L-lista
Árni Kristinsson L-lista
Anna Alexandersdóttir D-lista
Guðmundur Sveinsson Kröyer D-lista
Björn Ingimarsson bæjarstjóri
Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri

Varamenn
Björn Hallur Gunnarsson B-lista
Alda Björk Harðardóttir B-lista
Benedikt Hlíðar Stefánsson B-lista
Hrund Erla Guðmundsdóttir Á-lista
Jóhann Gísli Jóhannsson Á-lista
Ragnhildur Rós Indriðadóttir L-lista
Ingunn Bylgja Einarsdóttir L-lista
Karl Lauritzson D-lista
Adda Birna Hjálmarsdóttir D-lista
Stefán Bragason skrifstofustjóri
Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-menningar og íþróttafulltrúi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar/Flúðir

Málsnúmer 201708048

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Austurlandi vegna umsóknar um rekstarleyfi fyrir gistingu í flokki II í sumarhúsum að Flúðum Fljótsdalshéraði.

Fyrir liggur jákvæð umsögn byggingarfulltrúa og heilbrigðiseftirlits.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn veitir jákvæða umsögn og staðfestir jafnframt að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að, sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.
Bæjarstjórn tekur fram að ekki liggur fyrir bæjarstjórn úttekt eldvarnareftirlits.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar/Vallanes

Málsnúmer 201706120

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Austurlandi vegna umsóknar um rekstarleyfi fyrir gistingu í flokki II í Vallanesi. Rekstraraðili er Móðir Jörð ehf.

Fyrir liggur jákvæð umsögn byggingarfulltrúa og heilbrigðiseftirlits.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn veitir jákvæða umsögn og staðfestir jafnframt að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að, sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.
Bæjarstjórn tekur fram að ekki liggur fyrir bæjarstjórn úttekt eldvarnareftirlits.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 19:00.