-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar var lögð fram ósk um umsögn um að lóðin Hurðarbak 1, landnúmer 222799, öðlist lögbýlisrétt.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar veitir bæjarstjórn jákvæða umsögn og samþykkir erindið.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar var lögð fram beiðni frá Þráni Lárussyni fyrir hönd 701 Hótel, um að sparkvöllurinn við íþróttahúsið á Hallormsstað verði fjarlægður.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið en kallar eftir kostnaðarmati á niðurrifinu og flutningi vallarins. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ganga frá samningi um frágang svæðisins.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Lagt fram erindi frá Guðmundi Hólm Guðmundssyni fyrir hönd RARIK þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi vegna strenglagnar á hluta Gagnheiðarlínu.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og gerir ekki athugasemd við framkvæmdina. Bæjarstjórn leggur áherslu á að gengið verði vel frá framkvæmdasvæðinu og verkið unnið í samráði og samvinnu við landeigendur.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Lagt fram erindi frá Guðmundi Hólm Guðmundssyni fyrir hönd RARIK þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi vegna jarðstrengs í Fellum.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og gerir ekki athugasemd við framkvæmdina. Bæjarstjórn leggur áherslu á að gengið verði vel frá framkvæmdasvæðinu og verkið unnið í samráði og samvinnu við landeigendur.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Lögð fram skipulagslýsingin Blönduð byggð í Fellabæ, vegna breytingar á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028. Breytingin felst í breyttri landnotkun á lóðunum nr. 1 og 3 við Lagarfell.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að lýsingin verði auglýst skv. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028. Breytingin felst í að breyta landnotkun á 12,8 ha svæði úr landi Ketilsstaða á Völlum, úr landbúnaðarsvæði í svæði fyrir verslun og þjónustu. Frestur til að leggja fram athugasemdir var til 16. ágúst sl. Athugasemd barst frá Þórdísi Bergsdóttur og Hallgrími Bergssyni þar sem bent er á kvöð sem er á jörðinni. Umhverfis- og framkvæmdanefnd hefur farið yfir athugasemd Þórdísar Bergsdóttur og Hallgríms Bergssonar. Álit nefndarinnar er að athugasemdin eigi ekki við skipulagstillöguna þar sem hún snýr að kvöð á jörðinni.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að tillagan fái meðferð skv. 32. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Lögð fram tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir 12,8 ha land. Tillagan afmarkast af Höfðaá að austan og norðan, landamerkjum við Ketilsstaði og Stóruvík að sunnan og af Lagarfljóti að vestan. Meginmarkmið deiliskipulagsins er að skipuleggja svæði fyrri áformaða gistiþjónustu með sjö nýjum byggingarreitum ásamt aðkomu. Frestur til að leggja fram athugasemdir var til 16. ágúst sl. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatímanum.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að tillagan verði send Skipulagsstofnun til staðfestingar og fái meðferð skv. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Lögð er fram Umferðaröryggisáætlun 2016-2021 fyrir Fljótsdalshérað, sem unnin var af VSÓ Ráðgjöf. Málið var áður á dagskrá 74. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar þann 9. ágúst sl.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framlagða Umferðaröryggisáætlun fyrir Fljótsdalshérað.
Starfsmanni nefndarinnar falið að láta leiðrétta skýrsluna með tilliti til stafsetningar og staðháttavillna og birta áætlunina svo á heimasíðu sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Fyrir liggur Deiliskipulagstillagan - Grásteinn, að afloknu auglýsingaferli. Frestur til að gera athugasemdir var til 12.7.2017. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatímabilinu en fyrir liggja ábendingar við tillöguna frá Skipulagsstofnun. Fyrir liggur tillaga þar sem brugðist hefur verið við ábendingum Skipulagsstofnunar. Málið var áður á dagskrá 74. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar þann 9. ágúst sl.
Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að tillagan verði send Skipulagsstofnun til staðfestingar og fái meðferð skv. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Sótt er um stöðuleyfi fyrir sýningarhúsum við Kaupvang gegnt núverandi tjaldstæði.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn landnotkun, með fyrirvara um að teikningar sem sýna afstöðu berist. Starfsmanni umhverfis- og framkvæmdanefndar falið að klára málið.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
Fundargerðin lögð fram.