Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 394

Málsnúmer 1708007F

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 261. fundur - 06.09.2017

Til máls tóku: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Einnig ræddi hann sérstaklega lið 1.4. Guðmundur S. Kröyer, sem ræddi lið 1.4. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 1.4 og Sigrún Blöndal, sem ræddi lið 1.4.

Fundargerðin lögð fram.
  • .1 201701003 Fjármál 2017
    Bókun fundar Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.
  • .2 201708031 Snjótroðari
    Bókun fundar Í bæjarráði kynnti Björn Ingimarsson drög að viðauka við samstarfssamning um rekstur skíðasvæðisins í Stafdal og kaup á notuðum snjótroðara.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn samningsdrögin og heimilar bæjarstjóra að vinna málið áfram á þessum nótum.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn samþykkir að kanna grundvöll fyrir auknu samtarfi á fleiri sviðum meðal sveitarfélaga á starfssvæði Félagsþjónustu Fljótsdalshérað en nú er þegar í gangi, með hugsanlega sameiningu sveitarfélaganna í huga til lengri tíma litið.
    Bæjarstjóra falið að boða kjörna fulltrúa þessara sveitarfélaga til fundar um málið.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.