Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 396

Málsnúmer 1708017F

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 261. fundur - 06.09.2017

Til máls tók: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.
  • .1 201701003 Fjármál 2017
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Í bæjarráði var kynnt tillaga að viðauka 4 við fjárhagsáætlun ársins 2017. Tekjur aukast um 34,7 milljónir vegna framlaga úr Jöfnunarsjóði vegna skattlagningar á fjármálafyrirtæki. Rekstrargjöld aukast um 3,5 milljónir á lið 21-400, vegna uppfærslu á fjárhagsupplýsingakerfum sveitarfélagsins. Í Atvinnumálasjóði aukast rekstrarútgjöld um 2 milljónir vegna hlutafjáraukningar í Gróðrarstöðinni Barra. Eignfærsla vegna kaupa á snjótroðara kr. 8,6 milljónir mun rúmast innan fjárfestingaáætlunar.


    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn framlagða tillögu að viðauka 4, við fjárhagsáætlun 2017.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt fram erindi frá Vilhjálmi Vernharðssyni og Elísabet Kristjánsdóttur, þar sem óskað er heimildar sveitarfélagins fyrir heimakennslu vegna dóttur þeirra. Hún mun þó að hluta til stunda nám við Brekkuskóla á Akureyri, líkt og verið hefur undanfarin ár.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að vísa málinu til vinnslu hjá fræðslustjóra, sem síðan leggur málið fyrir fræðslunefnd.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • .5 201708106 Samgönguþing 2017
    Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að Anna Alexandersdóttir verði fulltrúi Fljótsdalshéraðs á Samgönguþinginu.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Á komandi vetri verða viðtalstímar bæjarfulltrúa Fljótsdalshéraðs m.a. með eftirfarandi hætti.
    Bæjarstjórnarbekkurinn verður í þrjú skipti. Í Nettó fimmtudaginn 19. október, á jólamarkaði Barra sem haldinn er fyrri hluta desember og í Nettó fimmtudaginn 23. febrúar.
    Einnig verður hægt að óska eftir formlegum viðtalstíma við bæjarfulltrúa, með því að hafa samband við bæjarskrifstofuna og panta tíma með amk. 2 daga fyrirvara. Reynt verður að tryggja að í þá viðtalstíma mæti bæði fulltrúi frá meirihluta og minnihluta. Gert er ráð fyrir að þeir viðtalstímar verði á fimmtudögum frá kl. 17:00 til kl. 18:30, en þó einungis ef fyrir liggur beiðni um viðtal frá íbúum.
    Eins og áður verður líka hægt að hafa beint samband við einstaka bæjarfulltrúa, bæði með tölvupósti og einnig í síma, kjósi fólk að ræða erindi sitt við einhvern ákveðinn fulltrúa. Upplýsingar um netföng og GSM númer kjörinna fulltrúa er m.a. að finna á heimasíðu Fljótsdalshéraðs undir Stjórnsýsla/Bæjarstjórn.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn samþykkir ofangreint fyrirkomulag og felur skrifstofustjóra að kynna það fyrir íbúum.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • .7 201709006 Landbúnaðarmál
    Bókun fundar Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.