Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

282. fundur 03. október 2018 kl. 17:00 - 18:45 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Stefán Bogi Sveinsson forseti
  • Steinar Ingi Þorsteinsson 2. varaforseti
  • Gunnar Jónsson bæjarfulltrúi
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Kristjana Sigurðardóttir bæjarfulltrúi
  • Björg Björnsdóttir bæjarfulltrúi
  • Hrefna Hlín Sigurðardóttir bæjarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Haddur Áslaugsson starfsmaður
  • Karl Sigfús Lauritzson varamaður
  • Aðalheiður Björt Unnarsdóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 440

Málsnúmer 1809011F

Til máls tók: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.

2.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 441

Málsnúmer 1809017F

Til máls tóku: Stefán Bogi Sveinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Ræddi hann sérstaklega liði 2.6 og 2.8 og Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 2.6.

Fundargerðin lögð fram.
  • 2.1 201801001 Fjármál 2018
    Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Á fundi bæjarráðs var farið yfir drög að áætlun um kostnað við framkvæmdir og rekstur viðbyggingar við íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að fallið verði frá fyrirvara í samningi sbr. 8. gr. samnings um uppbyggingu við íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum. Jafnframt felur bæjarstjórn bæjarstjóra að hefja viðræður við fulltrúa byggingarnefndar Hattar um nánari útfærslu og aðlögun verkáætlunar.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • 2.7 201702095 Rafbílavæðing
    Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Á fund bæjarráðs mættu fulltrúar Fljótsdalshéraðs í norræna samstarfsverkefninu um betri bæi, þau Bylgja Borgþórsdóttir, Freyr Ævarsson og Kjartan Róbertsson. Farið var yfir þau erindi sem borist hafa til bæjarins varðandi nýtingu húss og lóðar að Miðvangi 31 og fund sem bæjarráð átti með fulltrúum frá þessum aðilum. Einnig upplýstu fulltrúar í samstarfsverkefninu um eitt og annað sem þau hafa verið að skoða hjá hinum norrænu samstarfsaðilunum í verkefninu.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram.
    Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að vinna áfram að þróunarverkefninu, með það að markmiði að koma því af stað á næsta ári. Bæjarráð óskar eftir því við hópinn að þau útfæri nánar tillögu að fyrirkomulagi og rekstri tilraunaverkefnisins. Jafnframt er samþykkt að vísa fjármögnun þess til gerðar fjárhagsáætlunar 2019.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram.
    Bæjarstjórn samþykkir að Björn Ingimarsson verði fulltrúi Fljótsdalshéraðs á aðalfundinum og fari með umboð og atkvæði þar. Varamaður hans verði Stefán Bogi Sveinsson.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn samþykkir að Björn Ingimarsson fari með umboð og atkvæði Fljótsdalshéraðs á fundinum. Varamaður hans verði Anna Alexandersdóttir.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

3.Atvinnu- og menningarnefnd - 74

Málsnúmer 1809012F

Til máls tók: Aðalheiður Björt Unnarsdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.

4.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 98

Málsnúmer 1809009F

Til máls tóku: Stefán Bogi Sveinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Einnig ræddi hann sérstaklega lið 4.8 og Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 4.8 og kynnti orðalagsbreytingu.

Fundargerðin lögð fram.

5.Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 266

Málsnúmer 1809013F

Til máls tóku: Berglind Harpa Svavarsdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum og Björg Björnsdóttir sem ræddi lið 5.8.

Fundargerðin lögð fram.

6.Íþrótta- og tómstundanefnd - 45

Málsnúmer 1808014F

Til máls tóku: Berglind Harpa Svavarsdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Björg Björnsdóttir sem ræddi lið 6.4. og kynnti tillögu frá L-listanum. Stefán Bogi Sveinsson sem ræddi liði 6.6 og 6.4. Björg Björnsdóttir, sem ræddi lið 6.4. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 6.4. Karl Lauritzson, sem ræddi lið 6.4. Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 6.4 og Kristjana Sigurðardóttir, sem ræddi lið 6.4.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Afgreiðsla nefndarinnar staðfest.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með íþrótta- og tómstundanefnd og samþykkir að áætlun um uppbyggingu göngu- og hjólastíga í sveitarfélaginu verði hluti af vinnu við endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins sem boðuð hefur verið.

    Tillagan borin upp og samþykkt með 5 atkv. en 4 sátu hjá. (KL. SIÞ. KS. og BB.)


    Tillaga frá L-lista undir lið 6.4.
    Bæjarstjórn felur íþrótta- og tómstundafulltrúa í samvinnu við atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúa að setja á fót starfshóp sem í sitji fulltrúar ólíkra hagsmunaaðila sem með einum eða öðrum hætti koma að göngu- og hjólreiðastígum í sveitarfélaginu. Starfshópnum verði falið að kortleggja þessa stíga og koma með tillögur að framtíðaruppbyggingu þeirra. Sömuleiðis verði kannaður möguleiki á því að sækja um undirbúnings- og hönnunarstyrk til verkefnisins í Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða.

    Tillagan borin upp og var tillagan felld með 4 atkv. (SBS. ABU. GJ. og BHS.) gegn 3, 2 sátu hjá. (KL og HHS)

    Tillaga L-lista þótti ganga lengra og var því borin upp fyrst.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • 6.6 201809106 Íþróttasjóður
    Bókun fundar Íþróttasjóður Rannís auglýsti umsóknarfrest vegna styrkumsókna til 1. október 2018 kl.16:00. Styrkirnir eru ætlaðir íþrótta- og ungmennafélögum á landinu til að bæta aðstöðu til íþróttaiðkunar. Einnig eru styrkir til útbreiðslu- og fræðsluverkefna, að þessu sinni verður horft sérstaklega til verkefna sem stuðla að aukinni þátttöku barna af erlendum uppruna. Þá eru veittir styrkir til að stunda rannsóknir á ýmsum þáttum íþróttastarfsemi í landinu.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með íþrótta- og tómstundanefnd og hvetur íþróttafélög á Fljótsdalshéraði til að nýta tækifærið og sækja um styrki í sjóðinn.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.

7.Náttúruverndarnefnd - 10

Málsnúmer 1809003F

Til máls tóku: Stefán Bogi Sveinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Einnig ræddi hann sérstaklega liði 7.1 og 7.3. Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 7.3. Björg Björnsdóttir, sem ræddi lið 7.3. Karl Lauritzson, sem ræddi lið 7.3. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 7.3 og Berglind Harpa Svavarsdóttir, sem ræddi lið 7.3.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Á fundi náttúruverndarnefndar var kynnt erindi frá Umhverfisstofnun þar sem því er beint til sveitarfélaganna að vera vakandi fyrir ólöglegum skiltum í náttúru landsins. Greint er frá reglum náttúruverndarlaga nr. 60/2013 og reglugerðar nr. 941/2011 um auglýsingar meðfram vegum og annars staðar utan þéttbýlis. Þá er leitast við að útskýra hvað telst vera látlaust auglýsingaskilti.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu náttúruverndarnefndar samþykkir bæjarstjórn að fela starfsmanni nefndarinnar að kynna gildandi reglur og viðmið sem kynnt eru í erindi Umhverfisstofnunar með auglýsingu, ásamt því að óska eftir ábendingum frá íbúum um auglýsingar sem ekki eru í samræmi við þær. Nefndin taki að því loknu saman ábendingar og sendi stofnuninni til viðeigandi meðferðar.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með náttúruverndarnefnd og vill minna alla þá sem ferðast um náttúru landsins á mikilvægi þess að ganga vel um viðkvæm náttúrusvæði. Sérstaklega verður að gera þá kröfu til þeirra sem skipuleggja hópferðir á hestum eða farartækjum að tekið sé tillit til landgæða á einstökum stöðum og að umgengni um land sé með þeim hætti að ekki hljótist skaði af.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

    Málið að öðru leyti í vinnslu.

  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • 7.5 201808014 Þjóðgarðastofnun
    Bókun fundar Afgreiðsla nefndarinnar staðfest.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.

8.Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 71

Málsnúmer 1808016F

Til máls tók: Björn Ingimarsson sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.

9.Umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar /Hótel Eyvindará

Málsnúmer 201808213

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Austurlandi vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir sölu gistingar í flokki IV að Eyvindará. Umsækjandi er Hótel Eyvindará ehf, Sigurbjörg Flosadóttir.

Fyrir liggur jákvæð umsögn byggingarfulltrúa fyrir allt að 66 gesti. Einnig jákvæð umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, veitir bæjarstjórn jákvæða umsögn og staðfestir jafnframt að staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að, sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Bæjarstjórn bendir á að eldvarnareftirlitið og vinnueftirlitið skila sínum umsögnum beint til sýslumanns.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 18:45.