Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 71
Málsnúmer 1808016F
-
Bókun fundar
Starfshópur mennta- og menningarmálaráðherra, sem skipaður var í kjölfar #églíka (#metoo) yfirlýsinga íþróttakvenna, hefur skilað ráðherra tillögum um aðgerðir gegn kynferðislegri áreitni og ofbeldishegðun í íþrótta- og æskulýðsstarfi.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með ungmennaráði og leggur til að unnið verði með skýrsluna og niðurstöður hennar hjá Fljótsdalshéraði og þær tillögur teknar til greina sem snúa beint að sveitarfélögum. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að jafnréttisnefnd verði falið að fylgjast með framgangi þeirrar vinnu.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Fram kom á fundi ungmennaráðs Fljótsdalshéraðs að ungmennaráð Unicef vantar ungt fólk til að taka þátt í ýmsum verkefnum ráðsins í vetur.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með ungmennaráði Fljótsdalshéraðs og hvetur ungt fólk í sveitarfélaginu til að kynna sér málin og gefa kost á sér til að starfa með ungmennaráði Unicef. Hægt er að leita upplýsinga á vefsíðu ráðsins, https://unicef.is/ungmennarad.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Fyrir liggur að halda sameiginlega fundi ungmennaráðs og bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs starfsárið 2018 - 2019.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu ungmennaráðs samþykkir bæjarstjórn að fyrsti fundur verði haldinn 5. desember 2018.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
Fundargerðin lögð fram.