Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 98
Málsnúmer 1809009F
-
Bókun fundar
Á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar var tekið fyrir erindi frá landeiganda þar sem óskað er eftir breytingum á nöfnum landeigna í fasteignaskrá.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn beiðni um breytt nöfn og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna málið í samræmi við fyrirliggjandi beiðni.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Afgreiðsla nefndarinnar staðfest.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Umhverfis- og framkvæmdanefnd hefur borist yfirferð Skipulagsstofnunar á breytingu á aðalskipulagi vegna Kröflulínu 3.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að tillagan verði auglýst í samræmi við 31. gr skipulagslaga nr. 122/2010.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Umhverfis- og framkvæmdanefnd hafði til umfjöllunar svar Skipulagsstofnunar við fyrirspurn nefndarinnar um flokkun fráveituframkvæmda vegna umhverfismats. Skipulagsstofnun metur það svo að fyrirhugaðar framkvæmdir falli undir tl. 11.05 í 1. viðauka laga um umhverfismat 106/2000 og séu því tilkynningarskyldar til Skipulagsstofnunar til ákvörðunar um matsskyldu skv. 6. gr. laganna.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og beinir því til HEF að tilkynna framkvæmdina til Skipulagsstofnunar til ákvörðunar um matsskyldu.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Byggingarleyfi fyrir breytingu á Bláskógum 11 var grenndarkynnt þann 17. ágúst sl.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið þar sem athugasemdir bárust ekki við grenndarkynningu.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Fundargerðin lögð fram.