-
Bókun fundar
Á fundi náttúruverndarnefndar var kynnt erindi frá Umhverfisstofnun þar sem því er beint til sveitarfélaganna að vera vakandi fyrir ólöglegum skiltum í náttúru landsins. Greint er frá reglum náttúruverndarlaga nr. 60/2013 og reglugerðar nr. 941/2011 um auglýsingar meðfram vegum og annars staðar utan þéttbýlis. Þá er leitast við að útskýra hvað telst vera látlaust auglýsingaskilti.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu náttúruverndarnefndar samþykkir bæjarstjórn að fela starfsmanni nefndarinnar að kynna gildandi reglur og viðmið sem kynnt eru í erindi Umhverfisstofnunar með auglýsingu, ásamt því að óska eftir ábendingum frá íbúum um auglýsingar sem ekki eru í samræmi við þær. Nefndin taki að því loknu saman ábendingar og sendi stofnuninni til viðeigandi meðferðar.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með náttúruverndarnefnd og vill minna alla þá sem ferðast um náttúru landsins á mikilvægi þess að ganga vel um viðkvæm náttúrusvæði. Sérstaklega verður að gera þá kröfu til þeirra sem skipuleggja hópferðir á hestum eða farartækjum að tekið sé tillit til landgæða á einstökum stöðum og að umgengni um land sé með þeim hætti að ekki hljótist skaði af.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Málið að öðru leyti í vinnslu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Afgreiðsla nefndarinnar staðfest.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
Fundargerðin lögð fram.