Náttúruverndarnefnd - 10

Málsnúmer 1809003F

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 282. fundur - 03.10.2018

Til máls tóku: Stefán Bogi Sveinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Einnig ræddi hann sérstaklega liði 7.1 og 7.3. Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 7.3. Björg Björnsdóttir, sem ræddi lið 7.3. Karl Lauritzson, sem ræddi lið 7.3. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 7.3 og Berglind Harpa Svavarsdóttir, sem ræddi lið 7.3.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Á fundi náttúruverndarnefndar var kynnt erindi frá Umhverfisstofnun þar sem því er beint til sveitarfélaganna að vera vakandi fyrir ólöglegum skiltum í náttúru landsins. Greint er frá reglum náttúruverndarlaga nr. 60/2013 og reglugerðar nr. 941/2011 um auglýsingar meðfram vegum og annars staðar utan þéttbýlis. Þá er leitast við að útskýra hvað telst vera látlaust auglýsingaskilti.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu náttúruverndarnefndar samþykkir bæjarstjórn að fela starfsmanni nefndarinnar að kynna gildandi reglur og viðmið sem kynnt eru í erindi Umhverfisstofnunar með auglýsingu, ásamt því að óska eftir ábendingum frá íbúum um auglýsingar sem ekki eru í samræmi við þær. Nefndin taki að því loknu saman ábendingar og sendi stofnuninni til viðeigandi meðferðar.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með náttúruverndarnefnd og vill minna alla þá sem ferðast um náttúru landsins á mikilvægi þess að ganga vel um viðkvæm náttúrusvæði. Sérstaklega verður að gera þá kröfu til þeirra sem skipuleggja hópferðir á hestum eða farartækjum að tekið sé tillit til landgæða á einstökum stöðum og að umgengni um land sé með þeim hætti að ekki hljótist skaði af.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

    Málið að öðru leyti í vinnslu.

  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • .5 201808014 Þjóðgarðastofnun
    Bókun fundar Afgreiðsla nefndarinnar staðfest.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.