Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

286. fundur 05. desember 2018 kl. 17:00 - 18:15 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Stefán Bogi Sveinsson forseti
  • Anna Alexandersdóttir 1. varaforseti
  • Steinar Ingi Þorsteinsson 2. varaforseti
  • Gunnar Jónsson bæjarfulltrúi
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Kristjana Sigurðardóttir bæjarfulltrúi
  • Björg Björnsdóttir bæjarfulltrúi
  • Hannes Karl Hilmarsson bæjarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Haddur Áslaugsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Stefán Snædal Bragason skrifstofustjóri
Bæjarstjórn fundaði með Ungmennaráði kl. 15:00.

1.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 448

Málsnúmer 1811013F

Fundargerðin lögð fram.

2.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 449

Málsnúmer 1811019F

Til máls tók: Anna Alexandersdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.
  • 2.1 201801001 Fjármál 2018
    Bókun fundar Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Á fundi bæjarráðs kom fram að samkomulag er orðið um að það verði ein almannavarnarnefnd fyrir Austurland, en með tveimur aðgerðastjórnstöðvum.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu bæjarráð samþykkir bæjarstjórn að veita bæjarstjóra umboð til að skrifa undir samkomulagið fyrir hönd Fljótsdalshéraðs.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Á fund bæjaráðs komu fulltrúar frá foreldraráði Hádegishöfða og Tjarnarskógar og var á fundinum farið yfir undirbúning að byggingarframkvæmdum við leikskólann Hádegishöfða.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að foreldraráðið tilnefni einn áheyrnarfulltrúa með málfrelsi og tillögurétt í byggingarnefnd Hádegishöfða. Jafnframt felur bæjarstjórn bæjarstjóra að taka saman drög að formlegu svari við erindi foreldraráðs.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

    Málið er að öðru leyti í vinnslu.
  • Bókun fundar Á fundi bæjarráðs voru lögð fram drög að nýjum samningi til 5 ára um rekstur Náttúrustofu Austurlands. Þar kemur fram að aðildarsveitarfélög muni leggja samtals fram fjárhæð sem nemur 30% af framlagi ríkisins.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn samningsdrögin fyrir sitt leyti, eins og þau liggja fyrir fundinum.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

3.Atvinnu- og menningarnefnd - 78

Málsnúmer 1811012F

Til máls tók: Stefán Bogi Sveinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Fyrir atvinnu- og menningarnefnd lá erindi frá Austurbrú dagsett 14. nóvember 2018, þar sem óskað er aðkomu sveitarfélaganna á starfssvæði SSA að fjármögnun flugvallarverkefnisins á árinu 2019. Á fundi bæjarráðs, 19. nóvember 2018, var bókað að vel væri tekið í framhald verkefnisins og samþykkti bæjarráð jafnframt að vísa erindinu til atvinnu- og menningarnefndar til umfjöllunar. Auk þess óskaði bæjarráð eftir fundi með fulltrúum Austurbrúar til þess að ræða verkþætti áætlunarinnar.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með Atvinnu- og menningarnefnd og bæjarráði og tekur vel í erindið, enda skiptir flugvöllurinn íbúa og atvinnulíf á Austurlandi miklu máli. Bæjarstjórn telur líka skipta miklu máli hver aðkoma annarra sveitarfélaga á Austurlandi verður að verkefninu og þá um leið hverjar áherslur og inntak verkefnisins getur orðið.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Fyrir fundi atvinnu- og menningarnefndar láu samþykktir og úthlutunarreglur fyrir Atvinnumálasjóð Fljótsdalshéraðs.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að auglýst verði eftir styrkumsóknum úr atvinnumálasjóði Fljótsdalshéraðs með umsóknarfresti til og með 16. janúar 2019. Jafnframt er lagt til að samþykktir og úthlutunarreglur fyrir sjóðinn verði teknar til endurskoðunar og taki nýjar reglur gildi þegar úthlutað verði úr sjóðnum 2020.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og atvinnu- og menningarnefnd og bendir sóknarnefndum viðkomandi kirkna á að senda inn umsóknir til húsafriðunarsjóðs, ef þær hyggja á endurbætur sinna sóknarkirkna. Sveitarfélagið er tilbúið að aðstoða við gerð slíkra umsókna, verði eftir því óskað.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Afgreiðsla atvinnu- og menningarnefndar staðfest.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Í vinnslu.

4.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 102

Málsnúmer 1811014F

Til máls tók: Stefán Bogi Sveinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Einnig ræddi hann sérstaklega lið 4.2.

Fundargerðin lögð fram.

5.Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 270

Málsnúmer 1811017F

Til máls tók: Björg Björnsdóttir, sem ræddi liði 5.1 og 5.2.

Fundargerðin lögð fram.

6.Íþrótta- og tómstundanefnd - 47

Málsnúmer 1810022F

Til máls tók: Anna Alexandersdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Einnig tók hún til máls til að ræða lið 6.4.

Fundargerðin lögð fram.

7.Jafnréttisnefnd Fljótsdalshéraðs - 66

Málsnúmer 1811015F

Til máls tók: Anna Alexandersdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Á fundi jafnréttisnefndar var farið yfir nokkur atriði í texta jafnréttisáætlunar Fljótsdalshéraðs, sem og framkvæmdaáætlun hennar. Umræddar breytingar eru fyrst og fremst gerðar vegna athugasemda í undirbúningsvinnu fyrir jafnlaunavottun sveitarfélagsins. Meðal annars er þessi endurskoðun á áætluninni gerð til að þar séu réttar tilvísanir í lög og reglur og þá texti sem uppfyllir kröfur vottunar.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu jafnréttisnefndar samþykkir bæjarstjórn framlagðar textabreytingar og þar með endurskoðaða jafnréttisáætlun Fljótsdalshéraðs, ásamt framkvæmdaáætlun.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 73

Málsnúmer 1811008F

Til máls tóku: Björn Ingimarsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi liði 8.1 og 8.4 og Björg Björnsdóttir, sem ræddi liði 8.1 og 8.4.

Fundargerðin lögð fram.

9.Umsókn um tækifærisleyfi til áfengisveitinga - Þorrablót Fellum

Málsnúmer 201811135

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Austurlandi vegna umsóknar um tækifærisleyfi vegna þorrablóts Fellamanna sem haldið verður í Íþróttahúsinu Fellabæ, þann 02.02.2019. Ábyrgðarmaður er Guðlaugur Sæbjörnsson.

Fyrir liggur jákvæð umsögn frá Heilbrigðiseftirliti og að byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við leyfisveitinguna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til 5. mgr. 17. gr. og 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007, veitir bæjarstjórn jákvæða umsögn og staðfestir jafnframt að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að, sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.
Bæjarstjórn tekur fram að eldvarnareftirlit og vinnueftirlit skila sínum umsögnum beint til Sýslumanns.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Umsókn um tækifærisleyfi - Árshátíðardansleikur ME

Málsnúmer 201811151

Vísað er í erindi frá Sýslumanninum á Austurlandi dags 26.11. 2018 vegna umsóknar um tækifærisleyfi vegna árshátíðardansleiks ME sem halda á í Valaskjálf 07.12 2018. Ábyrgðarmaður er Árni Ólason skólameistari.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs veitir jákvæða umsögn um veitingu þessa tækifærisleyfis, enda liggi fyrir jákvæðar umsagnir frá lögreglu, brunaeftirliti og heilbrigðiseftirliti. Jafnframt er staðfest að staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um og fyrirhugaður opnunartími er innan marka sem fram koma í lögreglusamþykkt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Umsókn um rekstrarleyfi /Hótel Valaskjálf

Málsnúmer 201811076

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Austurlandi vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir sölu gistingar í flokki IV í Valaskjálf. Umsækjandi er 701 Hótels ehf, Þráinn Lárusson.

Fyrir liggur jákvæð umsögn byggingarfulltrúa. Einnig jákvæð umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, veitir bæjarstjórn jákvæða umsögn og staðfestir jafnframt að staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að, sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Bæjarstjórn bendir á að eldvarnareftirlitið og vinnueftirlitið skila sínum umsögnum beint til sýslumanns.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Umsókn um rekstrarleyfi fyrir sölu gistingar /Stóra - Sandfell

Málsnúmer 201811104

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Austurlandi vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir sölu gistingar í flokki II að Stóra-Sandfelli. Umsækjandi er Röskvi ehf, Jóhanna F. Kristjánsdóttir.

Byggingarfulltrúa hafa ekki borist fullnægjandi gögn og getur hann því ekki gefið jákvæða umsögn. Umsögn frá heilbrigðiseftirlitinu hefur heldur ekki borist.


Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn frestar málinu, en mun gefa umsögn þegar rétt gögn hafa borist og umsagnir byggingarfulltrúa og heilbrigðiseftirlits á grundvelli þeirra, liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 18:15.