Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs

270. fundur 27. nóvember 2018 kl. 16:00 - 17:50 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Sigurður Gunnarsson varaformaður
  • Jón Björgvin Vernharðsson aðalmaður
  • Leifur Þorkelsson aðalmaður
  • Garðar Valur Hallfreðsson varamaður
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir fræðslustjóri
Áheyrnarfulltrúar grunnskóla Þórhalla Sigmundsdóttir, og Þorvaldur Hjarðar sátu fundinn undir liðum 1-4. Skólastjórnendur mættu á fundinn undir þeim liðum sem varða þeirra skóla sérstaklega.

1.Ytra mat Brúarásskóli

Málsnúmer 201811143

Stefanía Malen Stefánsdóttir, skólastjóri Brúarásskóla, kynnti niðurstöður ytra mats í skólanum sem fram fór snemma í haust. Umbótaáætlun verður lögð fyrir fræðslunefnd þegar hún liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Ytra mat - Egilsstaðaskóli

Málsnúmer 201811142

Ruth Magnúsdóttir, skólastjóri Egilsstaðaskóla, kynnti niðurstöður ytra mats í skólanum sem fram fór fyrr í haust. Umbótaáætlun verður lögð fyrir fræðslunefnd þegar hún liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Egilsstaðaskóli - nemendamál

Málsnúmer 201808040

Ruth Magnúsdóttir kynnti erindið. Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti þau úrræði sem skólinn hefur gripið til.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Fellaskóli - nemendamál

Málsnúmer 201811141

Þórhalla Sigmundsdóttir kynnti erindið. Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti þau úrræði sem skólinn hefur gripið til.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Skýrsla fræðslustjóra

Málsnúmer 201108127

Til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:50.