Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 102
Málsnúmer 1811014F
-
Bókun fundar
Fyrir liggur tilkynning frá Vegagerðinni um áform um niðurfellingu vegar nr. 9396-01 Mýravegar af vegaskrá.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og mótmælir niðurfellingu Mýravegar af vegaskrá þó enginn sé skráður með lögheimili þar um stundarsakir. Um er að ræða bújörð í rekstri og húsakostur nýttur í þeim búrekstri, bæði íbúðarhús sem og útihús.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Tilkynning frá Vegagerðinni um áform um niðurfellingu vegar nr. 9182-01 Fögruhlíðarvegi af vegaskrá.
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Fyrir liggur erindi frá landeigandum þar sem óskað er eftir umsögn um landskipti á Hrafnabjörgum 4.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og gerir ekki athugasemd við landsskipti úr Hrafnabjörgum 4, samkvæmt fyrirliggjandi gögnum og veitir jákvæða umsögn um þau.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Fyrir liggur ósk um umsögn um breytingu á aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar, breyting á landnotkun í Lönguhlíð.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar gerir bæjarstjórn ekki athugasemd við fyrirhugaða breytingu á aðalskipulagi.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Til umfjöllunar í umhverfis- og framkvæmdanefnd var breyting á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs vegna Kröflulínu 3. Tillaga að breytingu hefur verið í auglýsingu og ekki bárust athugasemdir við hana innan auglýsts umsagnarfrests. Ein athugasemd hefur borist eftir fund umhverfis- og framkvæmdanefndar. Telst hún minniháttar og hefur henni verið svarað.
Eftirfarandi tillaga lög fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn breytingartillöguna í samræmi við 32. gr. laga nr.123/2010.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Tilkynning um athugasemda-/ umsagnarfrest við lýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi Skútustaðahrepps, Kröfluvirkjun.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar gerir bæjarstjórn ekki athugasemdir við tillöguna.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Fyrir liggja hjá umhverfis- og framkvæmdanefnd tillögur frá annars vegar nemendum í Egilsstaðaskóla og hins vegar frá Þjónustusamfélaginu á Héraði, varðandi Tjarnargarðinn.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og þakkar innsend erindi. Þau verða höfð til hliðsjónar við vinnslu málsins.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
Fundargerðin lögð fram.