Jafnréttisnefnd Fljótsdalshéraðs - 66
Málsnúmer 1811015F
-
Bókun fundar
Á fundi jafnréttisnefndar var farið yfir nokkur atriði í texta jafnréttisáætlunar Fljótsdalshéraðs, sem og framkvæmdaáætlun hennar. Umræddar breytingar eru fyrst og fremst gerðar vegna athugasemda í undirbúningsvinnu fyrir jafnlaunavottun sveitarfélagsins. Meðal annars er þessi endurskoðun á áætluninni gerð til að þar séu réttar tilvísanir í lög og reglur og þá texti sem uppfyllir kröfur vottunar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu jafnréttisnefndar samþykkir bæjarstjórn framlagðar textabreytingar og þar með endurskoðaða jafnréttisáætlun Fljótsdalshéraðs, ásamt framkvæmdaáætlun.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Fundargerðin lögð fram.