Farið yfir nokkur atriði í texta jafnréttisáætlunar Fljótsdalshéraðs, sem og framkvæmdaáætlun hennar. Þessar breytingar eru fyrst og fremst gerðar vegna athugasemda við undirbúningsvinnu fyrir jafnlaunavottun sveitarfélagsins. Meðal annars er þessi endurskoðun á áætluninni gerð til að þar séu réttar tilvísanir í lög og reglur og þá texti sem uppfyllir kröfur vottunar. Jafnréttisnefnd samþykkir framlagðar textabreytingar og felur starfsmanni að ganga frá þeim í skjalinu. Endurskoðaðri jafnréttisáætlun, ásamt framkvæmdaáætlun svo vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar. Fram kom að jafnréttisnefnd stefnir á heildar endurskoðun áætlunarinnar haustið 2019.