Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

273. fundur 18. apríl 2018 kl. 17:00 - 18:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir forseti
  • Sigrún Blöndal 1. varaforseti
  • Stefán Bogi Sveinsson 2. varaforseti
  • Gunnar Jónsson bæjarfulltrúi
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer bæjarfulltrúi
  • Árni Kristinsson bæjarfulltrúi
  • Páll Sigvaldason bæjarfulltrúi
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Ester Kjartansdóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 423

Málsnúmer 1803020F

Til máls tóku: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Einnig ræddi hann sérstaklega lið 1.4. Sigrún Blöndal, sem ræddi lið 1.4 og Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 1.4.

Fundargerðin lögð fram:
  • 1.1 201801001 Fjármál 2018
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Á fundi bæjarráðs var farið yfir niðurstöður úr skoðanakönnum meðal íbúa þeirra 6 sveitarfélaga sem eru í samstarfi um félagsþjónustu og brunavarnir á Austurlandi, um mögulega sameiningu og/eða aukið samstarf.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs tekur undir með bæjarráði og fagnar þeim áhuga sem íbúar sveitarfélaganna sýna á mögulegri sameiningu sveitarfélaga á svæðinu og þakkar þeim þátttökuna.
    Bæjarstjórn hvetur jafnframt fulltrúa viðkomandi sveitarfélaga, í framhaldi af sveitarstjórnarkosningum í vor, til að undirbúa viðræður um mögulega sameiningu þeirra sveitarfélaga þar sem niðurstaða var afgerandi.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt fram.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og vekur athygli á 3. grein frumvarpsins og telur óheppilegt að ekki liggi fyrir nánari skilgreining á því hvað við er átt þar með orðunum: Sambærilegu húsnæði.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt fram.

2.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 424

Málsnúmer 1804009F

Til máls tók: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.

3.Atvinnu- og menningarnefnd - 67

Málsnúmer 1804002F

Til máls tóku: Guðmundur Sveinsson Kröyer, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 3.2 og bar fram fyrirspurn og Guðmundur Sveinsson Kröyer, sem ræddi lið 3.2 og svaraði fyrirspurnum.

Fundargerðin lögð fram:
  • Bókun fundar Lagt fram.
  • 3.2 201801076 Ormsteiti 2018
    Bókun fundar Fyrir liggur fundargerð starfshóps sem hafði það hlutverk að gera tillögu að breyttu fyrirkomulagi Ormsteitis, dagsett 5. apríl 2018. Í tillögum starfshópsins kemur fram að tímabært sé að hvíla Ormsteiti, amk tímabundið og að auglýst verði eftir tillögum frá aðila eða aðilum sem standa vilja fyrir hátíð/viðburði á Fljótsdalshéraði sem höfði til allra íbúa sveitarfélagsins, ungra sem aldinna. Með slíku fyrirkomulagi er þess vænst að leysa megi úr læðingi nýjar og áhugaverðar hugmyndir sem og frumkvæði einstaklinga eða félagasamtaka.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að á þessu ári verði Ormsteiti haldið með nokkuð svipuðu fyrirkomulagi og áður. En tillögur starfshópsins komi til framkvæmda til og með árinu 2019. Auglýst verði eftir áhugasömum aðilum haustið 2018 sem vilja stjórna og reka hana, fyrst árið 2019. Bæjarstjórn þakkar starfshópnum fyrir vel unnin störf.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

4.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 89

Málsnúmer 1803017F

Til máls tók: Árni Kristinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Einnig ræddi hann sérstaklega liði 4.12. og 4.13.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Lagður er fram samningur um gatnagerðargjöld lóðanna Miðás 22 - 24 við Brúarsmiði ehf.
    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn samninginn og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afgreiða málið. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að lóðirnar Miðás 22 og 24 verði sameinaðar í eina lóð og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afgreiða málið.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lögð er fram Skipulags- og matslýsing fyrir tillögu að breyttu Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008 2028 sem felur í sér breytingu á legu Kröflulínu 3. á 10. km. kafla frá Núpaskoti að Sauðahnjúk.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að tillagan fá umfjöllun í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 6. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 205/2006.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt fram erindi frá Unni Ólöfu Tómasdóttur varðandi fyrirhugaðar breytingar á Laufási 14.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og gerir ekki athugasemdir við áformin en vekur athygli á að uppi eru hugmyndir um að svæðið sem húsið stendur á falli undir fyrirhugað verndarsvæði í byggð.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar voru lagðar fram hugmyndir að útliti fyrirhugaðra upplýsingaskilta og staðsetningu þeirra.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn hugmyndir að útliti og gerð skiltastanda og að fyrst um sinn verði farið í endurnýjun á þeim skiltastöndum sem fyrir eru.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lögð er fram samantekt frá Teiknistofunni AKS. varðandi deiliskipulags Selskógar.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og leggur til að erindið fái umfjöllun hjá þeim nefndum sveitarfélagsins sem málið varðar. Óskað er eftir því að ábendingar hafi borist fyrir 15. maí nk.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt fram.
  • 4.9 201802160 Styrkvegir 2018
    Bókun fundar Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
  • Bókun fundar Lögð er fram tilkynning frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða um styrkveitingu til verkefnisins Stapavík gönguleið.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd, fagnar úthlutunni og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að hefja undirbúning framkvæmda.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar var lögð fram tillaga að breytingu á gjaldskrá og samþykkt um gatnagerðargjöld, byggingarleyfisgjald og þjónustugjöld byggingarfulltrúa á Fljótsdalshéraði 2018.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn endurskoðaða gjaldaskrá og samþykkt um gatnagerðargjöld, byggingarleyfisgjald og þjónustugjöld byggingarfulltrúa á Fljótsdalshéraði 2018.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs auglýsir, skv. 12. gr. laga um Vatnajökulsþjóðgarð nr. 60/2007, tillögu að endurskoðaðri stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Vatnajökulsþjóðgarð. Stjórnunar- og verndaráætlun er meginstjórntæki þjóðgarðsins og tilgreinir nánar markmið verndunar, stefnu stjórnar og leiðir til að framfylgja stjórnun og vernd, í samræmi við markmið laga um Vatnajökulsþjóðgarð.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og lýsir furðu sinni á því að sveitarfélaginu hefur ekki borist formlegt erindi frá Vatnajökulsþjóðgarði þar sem óskað er eftir umsögn um tillöguna. Í ljósi þess mun nefndin ekki ná að skila umsögn sinni fyrr en að loknum umsagnarfresti, þar sem þetta er viðamikið mál og snertir hagsmuni margra. Lagt er til að athugasemdir nefndarinnar verði sendar lögfræðingi sveitarfélagsins til yfirlestrar og lagt svo fyrir nefndina að því loknu.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Fyrir fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar lá erindi frá Félagi Skógarbænda á Austurlandi þar sem óskað er eftir leigusamningi vegna Miðvangs 31.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og leggur til að starfshópurinn sem fer fyrir Norræna samstarfsverkefninu um betri bæi og stjórn Félags Skógarbænda á Austurlandi hittist og fari yfir hugmyndir sínar um nýtingu fasteignarinnar. Málið verði tekið fyrir að þeim fundi loknum.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Fyrir liggur umsókn um byggingarleyfi fyrir bílskúr við Dalskóga 6.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram.
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar felur bæjarstjórn skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfið.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 260

Málsnúmer 1804005F

Til máls tóku: Sigrún Blöndal, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 5.3. og Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 5.3.

Fundargerðin lögð fram:
  • Bókun fundar Björn Ingimarsson, bæjarstjóri, mætti á fund fræðslunefndar undir þessum lið og kynnti niðurstöðu varðandi ráðningu skólastjóra Fellaskóla frá og með næsta skólaári, en gert er ráð fyrir að ganga til samninga við Þórhöllu Sigmundsdóttur um starfið.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram.
    Bæjarstjórn tekur undir með fræðslunefnd og lýsir ánægju sinni með niðurstöðu málsins.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Vísað er til bókunar undir lið 5.3.
  • Bókun fundar Á fundi fræðslunefndar kynnti formaður niðurstöður starfshóps þar sem eftirfarandi niðurstaða liggur fyrir: Starfshópur um málefni leikskóla á Fljótsdalshéraði leggur til við fræðslunefnd að ráðist verði í viðbyggingu við Hádegishöfða þannig að byggingin rúmi fullbúinn 3 deilda leikskóla.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með fræðslunefnd og þakkar starfshópnum fyrir hans vinnu. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að strax verði ráðist í nauðsynlegan undirbúning svo ofangreind tillaga geti náð fram að ganga. Lögð er áhersla á að tekið verði tillit til þeirra krafna sem gerðar eru í dag til hönnunar leikskólahúsnæðis.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Mál í vinnslu.
  • Bókun fundar Afgreiðsla fræðslunefndar staðfest.
  • Bókun fundar Afgreiðsla fræðslunefndar staðfest.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

6.Íþrótta- og tómstundanefnd - 40

Málsnúmer 1803018F

Til máls tóku: Guðmundur Sveinsson Kröyer, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum og Sigrún Blöndal, sem ræddi lið 6.1 og 6.2.

Fundargerðin lögð fram:

7.Jafnréttisnefnd Fljótsdalshéraðs - 63

Málsnúmer 1804003F

Til máls tóku: Sigrún Blöndal, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi liði 7.1 og 7.2. Anna Alexandersdóttir, sem ræddi lið 7. og Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 7.1.

Fundargerðin lögð fram:
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:

    Bæjarstjórn tekur undir með jafnréttisnefnd og hvetur framboð til sveitarstjórnarkosninga á Fljótsdalshéraði 2018 til að velja frambjóðendur þannig á lista að hlutföll kynjanna verði þar sem jöfnust. Einnig verði hugað mjög að því við skipan í nefndir á næsta kjörtímabili að kynjahlutföll verði þar sem jöfnust. Undanfarin kjörtímabil hefur hlutfall kvenna í nefndum sveitarfélagsins náð lágmarksviðmiði, eða um 40%, en æskilegt er að jafna það hlutfall enn frekar.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • 7.2 201501006 Starfið framundan.
    Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram.
    Bæjarstjórn tekur undir með jafnréttisnefnd og áréttar nauðsyn þess að hjá sveitarfélaginu verði áfram starfandi sérstök jafnréttisnefnd, en hlutverk nefndarinnar verði ekki falið öðrum nefndum. Jafnframt að mjög æskilegt er að í jafnréttisnefnd sitji kjörinn fulltrúi í bæjarstjórn, til að halda góðum tengslum milli nefndarinnar og bæjarstjórnar.

    Samþykkt með handauppréttingu með 5 atkv. en 4 sátu hjá (SBS. GI. PS. og GJ.)

    Eftirfarandi tillaga lögð fram.
    Bæjarstjórn tekur einnig undir með jafnréttisnefnd og hvetur þá fulltrúa sem kjörnir verða í jafnréttisnefnd eftir næstu sveitarstjórnarkosningar til að sækja Landsfund jafnréttisnefnda, sem fyrirhugað er að halda í Mosfellsbæ í september næstkomandi. Fundurinn er sérstaklega hugsaður sem kynningarfundur fyrir nýjar jafnréttisnefndir. Þar sem endurskoða á jafnréttisáætlun sveitarfélagsins á árinu 2019, er nauðsynlegt fyrir nefndarmenn að sækja fundinn til að vera vel undirbúnir fyrir þá vinnu.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar/Tjarnarland

Málsnúmer 201802147

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Austurlandi vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir sölu gistingar í flokki II að Tjarnarlandi. Umsækjandi er Einar Kristján Eysteinsson.

Fyrir liggur jákvæð umsögn byggingarfulltrúa og Heilbrigðiseftirlits Austurlands.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, veitir bæjarstjórn jákvæða umsögn og staðfestir jafnframt að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að, sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.
Bæjarstjórn bendir á að eldvarnareftirlitið og vinnueftirlitið skila sínum umsögnum beint til sýslumanns.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar - Tehúsið Hostel

Málsnúmer 201803142

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Austurlandi vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir sölu gistingar í flokki D og veitinga í flokki IV að Kaupvangi 17 Egilsstöðum. Umsækjandi Tré og te ehf, Halldór Warén.

Fyrir liggur jákvæð umsögn byggingarfulltrúa og Heilbrigðiseftirlits Austurlands.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, veitir bæjarstjórn jákvæða umsögn og staðfestir jafnframt að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að, sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Bæjarstjórn bendir á að eldvarnareftirlitið og vinnueftirlitið skila sínum umsögnum beint til sýslumanns.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Umsókn um tækifærisleyfi - Lokaball Nemendafélags Menntaskólans á Egilsstöðum

Málsnúmer 201804068

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Austurlandi vegna umsóknar um tækifærisleyfi vegna lokaballs Menntaskólans á Egilsstöðum, sem haldið verður í Valaskjálf Egilsstöðum 9. maí næstkomandi.

Fyrir liggur jákvæð umsögn frá Heilbrigðiseftirliti og að byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við leyfisveitinguna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til 5. mgr. 17. gr. og 1. tl. 4. málsgreinar 10. gr. laga númer 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skammtanahald,
veitir bæjarstjórn jákvæða umsögn og staðfestir jafnframt að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að, sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.
Bæjarstjórn bendir á að vinnueftirlitið og eldvarnareftirlitið skila sínum umsögnum beint til sýslumanns.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 18:30.