Jafnréttisnefnd Fljótsdalshéraðs - 63

Málsnúmer 1804003F

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 273. fundur - 18.04.2018

Til máls tóku: Sigrún Blöndal, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi liði 7.1 og 7.2. Anna Alexandersdóttir, sem ræddi lið 7. og Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 7.1.

Fundargerðin lögð fram:
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:

    Bæjarstjórn tekur undir með jafnréttisnefnd og hvetur framboð til sveitarstjórnarkosninga á Fljótsdalshéraði 2018 til að velja frambjóðendur þannig á lista að hlutföll kynjanna verði þar sem jöfnust. Einnig verði hugað mjög að því við skipan í nefndir á næsta kjörtímabili að kynjahlutföll verði þar sem jöfnust. Undanfarin kjörtímabil hefur hlutfall kvenna í nefndum sveitarfélagsins náð lágmarksviðmiði, eða um 40%, en æskilegt er að jafna það hlutfall enn frekar.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • .2 201501006 Starfið framundan.
    Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram.
    Bæjarstjórn tekur undir með jafnréttisnefnd og áréttar nauðsyn þess að hjá sveitarfélaginu verði áfram starfandi sérstök jafnréttisnefnd, en hlutverk nefndarinnar verði ekki falið öðrum nefndum. Jafnframt að mjög æskilegt er að í jafnréttisnefnd sitji kjörinn fulltrúi í bæjarstjórn, til að halda góðum tengslum milli nefndarinnar og bæjarstjórnar.

    Samþykkt með handauppréttingu með 5 atkv. en 4 sátu hjá (SBS. GI. PS. og GJ.)

    Eftirfarandi tillaga lögð fram.
    Bæjarstjórn tekur einnig undir með jafnréttisnefnd og hvetur þá fulltrúa sem kjörnir verða í jafnréttisnefnd eftir næstu sveitarstjórnarkosningar til að sækja Landsfund jafnréttisnefnda, sem fyrirhugað er að halda í Mosfellsbæ í september næstkomandi. Fundurinn er sérstaklega hugsaður sem kynningarfundur fyrir nýjar jafnréttisnefndir. Þar sem endurskoða á jafnréttisáætlun sveitarfélagsins á árinu 2019, er nauðsynlegt fyrir nefndarmenn að sækja fundinn til að vera vel undirbúnir fyrir þá vinnu.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.