Björn Ingimarsson, bæjarstjóri, mætti á fund nefndarinnar undir 1. lið á dagskránni. Áheyrnarfulltrúar grunnskóla, Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir, Þórunn Guðgeirsdóttir, Helena Einarsdóttir og Bára Stefándsóttir mættu undir lið 1. Anna Alexandersdóttir, forseti bæjarstjórnar, sat allan fundinn. Áheyrnarfulltrúar leikskóla, Guðmunda Vala Jónasdóttir, Guðrún Ásta Friðbertsdóttir og Freyr Ævarsson mættu á fundinn undir lið 3.
Jón Björgvin Vernharðsson sat fundinn sem varamaður Soffíu Sigurjónsdóttur.
Björn Ingimarsson, bæjarstjóri, mætti á fund nefndarinnar undir þessum lið og kynnti niðurstöðu varðandi ráðningu skólastjóra Fellaskóla frá og með næsta skólaári, en gert er ráð fyrir að ganga til samninga við Þórhöllu Sigmundsdóttur um starfið.
Fræðslunefnd lýsir ánægju sinni með niðurstöðu málsins.
2.Starfshópur um málefni leikskóla á Fljótsdalshéraði
Formaður kynnti niðurstöður starfshóps þar sem eftirfarandi niðurstaða liggur fyrir:
Starfshópur um málefni leikskóla á Fljótsdalshéraði leggur til við fræðslunefnd að ráðist verði í viðbyggingu við Hádegishöfða þannig að byggingin rúmi fullbúinn 3 deilda leikskóla.
Fræðslunefnd þakkar starfshópnum og leggur til að strax verði ráðist í nauðsynlegan undirbúning svo ofangreind samþykkt geti náð fram að ganga. Lögð er áhersla á tekið verði tillit til þeirra krafna sem gerðar eru í dag til hönnunar leikskólahúsnæðis.
Jón Björgvin Vernharðsson sat fundinn sem varamaður Soffíu Sigurjónsdóttur.