Byggingaframkvæmdir - leikskóli Fellabæ

Málsnúmer 201804034

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 260. fundur - 10.04.2018

Formaður kynnti niðurstöður starfshóps þar sem eftirfarandi niðurstaða liggur fyrir:

Starfshópur um málefni leikskóla á Fljótsdalshéraði leggur til við fræðslunefnd að ráðist verði í viðbyggingu við Hádegishöfða þannig að byggingin rúmi fullbúinn 3 deilda leikskóla.

Fræðslunefnd þakkar starfshópnum og leggur til að strax verði ráðist í nauðsynlegan undirbúning svo ofangreind samþykkt geti náð fram að ganga. Lögð er áhersla á tekið verði tillit til þeirra krafna sem gerðar eru í dag til hönnunar leikskólahúsnæðis.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 89. fundur - 11.04.2018

Lagðar fram til kynningar hugmyndir að viðbyggingu við Hádegishöfða.