Ráðning skólastjóra Fellaskóla

Málsnúmer 201804026

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 260. fundur - 10.04.2018

Björn Ingimarsson, bæjarstjóri, mætti á fund nefndarinnar undir þessum lið og kynnti niðurstöðu varðandi ráðningu skólastjóra Fellaskóla frá og með næsta skólaári, en gert er ráð fyrir að ganga til samninga við Þórhöllu Sigmundsdóttur um starfið.

Fræðslunefnd lýsir ánægju sinni með niðurstöðu málsins.