Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 89

Málsnúmer 1803017F

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 273. fundur - 18.04.2018

Til máls tók: Árni Kristinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Einnig ræddi hann sérstaklega liði 4.12. og 4.13.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Lagður er fram samningur um gatnagerðargjöld lóðanna Miðás 22 - 24 við Brúarsmiði ehf.
    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn samninginn og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afgreiða málið. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að lóðirnar Miðás 22 og 24 verði sameinaðar í eina lóð og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afgreiða málið.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lögð er fram Skipulags- og matslýsing fyrir tillögu að breyttu Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008 2028 sem felur í sér breytingu á legu Kröflulínu 3. á 10. km. kafla frá Núpaskoti að Sauðahnjúk.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að tillagan fá umfjöllun í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 6. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 205/2006.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt fram erindi frá Unni Ólöfu Tómasdóttur varðandi fyrirhugaðar breytingar á Laufási 14.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og gerir ekki athugasemdir við áformin en vekur athygli á að uppi eru hugmyndir um að svæðið sem húsið stendur á falli undir fyrirhugað verndarsvæði í byggð.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar voru lagðar fram hugmyndir að útliti fyrirhugaðra upplýsingaskilta og staðsetningu þeirra.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn hugmyndir að útliti og gerð skiltastanda og að fyrst um sinn verði farið í endurnýjun á þeim skiltastöndum sem fyrir eru.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lögð er fram samantekt frá Teiknistofunni AKS. varðandi deiliskipulags Selskógar.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og leggur til að erindið fái umfjöllun hjá þeim nefndum sveitarfélagsins sem málið varðar. Óskað er eftir því að ábendingar hafi borist fyrir 15. maí nk.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt fram.
  • .9 201802160 Styrkvegir 2018
    Bókun fundar Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
  • Bókun fundar Lögð er fram tilkynning frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða um styrkveitingu til verkefnisins Stapavík gönguleið.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd, fagnar úthlutunni og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að hefja undirbúning framkvæmda.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar var lögð fram tillaga að breytingu á gjaldskrá og samþykkt um gatnagerðargjöld, byggingarleyfisgjald og þjónustugjöld byggingarfulltrúa á Fljótsdalshéraði 2018.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn endurskoðaða gjaldaskrá og samþykkt um gatnagerðargjöld, byggingarleyfisgjald og þjónustugjöld byggingarfulltrúa á Fljótsdalshéraði 2018.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs auglýsir, skv. 12. gr. laga um Vatnajökulsþjóðgarð nr. 60/2007, tillögu að endurskoðaðri stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Vatnajökulsþjóðgarð. Stjórnunar- og verndaráætlun er meginstjórntæki þjóðgarðsins og tilgreinir nánar markmið verndunar, stefnu stjórnar og leiðir til að framfylgja stjórnun og vernd, í samræmi við markmið laga um Vatnajökulsþjóðgarð.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og lýsir furðu sinni á því að sveitarfélaginu hefur ekki borist formlegt erindi frá Vatnajökulsþjóðgarði þar sem óskað er eftir umsögn um tillöguna. Í ljósi þess mun nefndin ekki ná að skila umsögn sinni fyrr en að loknum umsagnarfresti, þar sem þetta er viðamikið mál og snertir hagsmuni margra. Lagt er til að athugasemdir nefndarinnar verði sendar lögfræðingi sveitarfélagsins til yfirlestrar og lagt svo fyrir nefndina að því loknu.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Fyrir fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar lá erindi frá Félagi Skógarbænda á Austurlandi þar sem óskað er eftir leigusamningi vegna Miðvangs 31.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og leggur til að starfshópurinn sem fer fyrir Norræna samstarfsverkefninu um betri bæi og stjórn Félags Skógarbænda á Austurlandi hittist og fari yfir hugmyndir sínar um nýtingu fasteignarinnar. Málið verði tekið fyrir að þeim fundi loknum.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Fyrir liggur umsókn um byggingarleyfi fyrir bílskúr við Dalskóga 6.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram.
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar felur bæjarstjórn skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfið.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.