Atvinnu- og menningarnefnd - 67
Málsnúmer 1804002F
-
Bókun fundar
Lagt fram.
-
Bókun fundar
Fyrir liggur fundargerð starfshóps sem hafði það hlutverk að gera tillögu að breyttu fyrirkomulagi Ormsteitis, dagsett 5. apríl 2018. Í tillögum starfshópsins kemur fram að tímabært sé að hvíla Ormsteiti, amk tímabundið og að auglýst verði eftir tillögum frá aðila eða aðilum sem standa vilja fyrir hátíð/viðburði á Fljótsdalshéraði sem höfði til allra íbúa sveitarfélagsins, ungra sem aldinna. Með slíku fyrirkomulagi er þess vænst að leysa megi úr læðingi nýjar og áhugaverðar hugmyndir sem og frumkvæði einstaklinga eða félagasamtaka.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að á þessu ári verði Ormsteiti haldið með nokkuð svipuðu fyrirkomulagi og áður. En tillögur starfshópsins komi til framkvæmda til og með árinu 2019. Auglýst verði eftir áhugasömum aðilum haustið 2018 sem vilja stjórna og reka hana, fyrst árið 2019. Bæjarstjórn þakkar starfshópnum fyrir vel unnin störf.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
Fundargerðin lögð fram: