Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

262. fundur 20. september 2017 kl. 17:00 - 18:15 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir forseti
  • Sigrún Blöndal 1. varaforseti
  • Stefán Bogi Sveinsson 2. varaforseti
  • Gunnar Jónsson bæjarfulltrúi
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer bæjarfulltrúi
  • Árni Kristinsson bæjarfulltrúi
  • Páll Sigvaldason bæjarfulltrúi
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Sigvaldi H Ragnarsson bæjarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 397

Málsnúmer 1709005F

Til máls tóku: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum og Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 1.5.

Fundargerðin lögð fram.

2.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 398

Málsnúmer 1709007F

Til máls tók: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.

3.Atvinnu- og menningarnefnd - 55

Málsnúmer 1709002F

Til máls tóku: Guðmundur Sveinsson Kröyer, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi liði 3.5 og 3.6 og bar fram fyrirspurnir. Guðmundur Sveinsson Kröyer, sem ræddi ið 3.5 og svaraði fyrirspurn og Árni Kristinsson, sem ræddi lið 3.6 og svaraði fyrirspurn.

Fundargerðin lögð fram:
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Fyrir liggur tölvupóstur frá Signýju Ormsdóttur hjá Austurbrú þar sem vakin er athygli fullveldisafmæli Íslands á næsta ári. Einnig liggja fyrir gögn frá nefnd sem Alþingi skipaði til að annast undirbúning og framkvæmd afmælishátíðar.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og hvetur stofnanir sveitarfélagsins til að leita leiða til að minnast aldarafmælis fullveldis Íslands á næsta ári. Vakin er athygli á því að í lok þessa árs verða á vegum sveitarfélagsins auglýstir menningarstyrkir til umsóknar sem gætu nýst í slík verkefni.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Fyrir liggja tölvupóstar frá Heiði Vigfúsdóttur hjá Austurför, dagsettir 5. og 11. september 2017, þar sem óskað er eftir breytingu á opnunartíma Egilsstaðastofu í september og utan háannnatíma.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og gerir ekki athugasemdir við breyttan opnunartíma Egilsstaðastofu í vetur, enda falli það að samningi um rekstur stofunnar.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Fyrir liggur bréf frá Gróðrastöðinni Barra ehf, dagsett 28. ágúst 2017, þar sem m.a. kemur fram að Barri hafi náð samkomulagi um áframhaldandi leigu á því húsnæði sem félagið er að nota í dag.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn fagnar þessum tíðindum og vonast til að starfsemi gróðrarstöðvarinnar nái að eflast frekar til hagsbóta fyrir skógrækt í landinu.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Fyrir liggur greinargerð frá Héraðsskjalasafni Austfirðinga og Minjasafni Austurlands vegna sýningarinnar Þorpið á Ásnum, sýning í tilefni af 70 ára afmæli þéttbýlis á Egilsstöðum, sem söfnin stóðu að í sumar með stuðningi Fljótsdalshéraðs. Óskað er eftir viðbótarframlagi vegna ófyrirséðs kostnaðar við verkefnið.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögur atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að verkefnið verði styrkt um kr. 150.000 sem tekið verði af lið 0583.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.

4.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 76

Málsnúmer 1709001F

Til máls tóku: Árni Kristinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum og ræddi sérstaklega liði 4.15 og 4.16. Sigrún Blöndal, sem vakti athygli á vanhæfi sínu vegna liðar 4.4 og úrskurðaði forseti hana vanhæfa. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 4.15 og 4.16 og Gunnar Jónsson, sem rædi liði 4.15 og 4.16.

Fundargerðin lögð fram:
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Umsókn um byggingarleyfi fyrir frístundahúsi, Geirastaðir II.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar tilskilin gögn liggja fyrir.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Fyrir liggur erindi frá Birni Sveinssyni, Verkís, þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi Eyvindarár II. Breytingin felst í uppfærslu staðsetningar byggingarreits sem ætlaður er til framtíðar stækkunar.


    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar, samþykkir bæjarstjórn að skipulagstillagan hljóti meðferð í samræmi við 1. mgr. 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu með 8 atkvæðum en 1 var fjarverandi.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Í vinnslu hjá skipulags- og byggðngarfulltrúa.
  • Bókun fundar Lagðir eru fram gangnaseðlar Skriðdals og Jökuldals austan Jökulsár á Dal og Tungu.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og samþykkir framlögð gangnaboð og felur starfsmanni sveitarfélagsins að dreifa fundargerð og gangnaseðlum á viðeigandi bæi.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
  • Bókun fundar Fyrir liggur bréf frá Sigþóri Halldórssyni f.h. Yls ehf. með ósk um að gerður verði lóðaleigusamningur um lóðina Lyngás 10.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að gerður verði lóðaleigusamningur um lóðina, Lyngás 10.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Fyrir liggur ósk frá Sigrúnu H. Pálsdóttur um staðfestingu á lóðaruppdrætti í Hjallaskógi.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram.
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar felur bæjarstjórn skipulags- og byggingarfulltrúa að staðfesta uppdráttinn, þegar fyrir liggur staðfesting á landamerkjum aðliggjandi lóða.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • 4.12 201702095 Rafbílavæðing
    Bókun fundar Í vinnslu.
  • 4.13 201709022 Fallegri listigarð
    Bókun fundar Lagt fram erindi af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og bendir á að nefndin hefur nú þegar látið gera umhirðu- og framkvæmdaáætlun fyrir Tjarnargarðinn, sem nú er unnið eftir.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt fram erindi af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn bendir á að umhverfis- og framkvæmdanefnd hefur látið vinna skýrslu um aðkomur að þéttbýlinu á Egilsstöðum og í Fellabæ, sem notuð verður við gerð starfs- og fjárhagsáætlunar 2018.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Fyrir liggur umsókn um stofnun lóða utan um húsakost á Kirkjubæ sem er í vinnslu hjá umhverfis- og framkvæmdanefnd.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn ítrekar fyrri afstöðu sína í málefnum ríkisjarða sem birtist meðal annars í bókun bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs frá 19. apríl 2017 og 15. júní 2016 og var svohljóðandi: Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs beinir því til ríkisvaldsins að leita allra leiða til þess að ríkisjarðir séu setnar og tryggja að samfella sé í búrekstri þeirra jarða sem hafa verið í nýtingu. Í ljósi stöðu dreifbýlis Fljótsdalshéraðs er það sveitarfélaginu sérstaklega mikilvægt að þessar kostajarðir séu setnar.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu, en að öðru leyti er vísað til bókunar undir lið 4.15
  • Bókun fundar Fyrir liggur fyrirspurn frá Vegagerðinni vegna tillögu að deiliskipulagi Grásteinn, Eyvindaraá 13. þar er óskað eftir upplýsingu um hvort deiliskipulag uppfylli ákvæði um þéttleika byggðar í aðlaskipulagi og hvernig vegtengingu við lóð nr. 12 verði háttað.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn bendir á svar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem tekur fram að lóðir sem tillagan nær til eru mismunandi að stærð, allt frá rúmum 300 m2 til nær 5000 m2 á landsvæði sem er einungis 2.5 ha. að stærð. Því er það ljóst að heildarsvæðið stenst ekki ítrustu viðmið aðalskipulags hvað varðar þéttleika. Bæjarstjórn gerir ráð fyrir að lóð nr. 12 verði tengd þjóðvegi með þeirri vegtengingu sem sýnd er í tillögu samanber liður 1.5 í greinagerð.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Íþrótta- og tómstundanefnd - 34

Málsnúmer 1708013F

Fundargerðin lögð fram.

6.Kosning fulltrúa í embætti, stjórnir og nefndir á vegum Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201406079

Til máls tólu: Páll Sigvaldason, sem ræddi nefndaskipan og kynjahlutföll í fræðslunefnd. Stefán Bogi Sveinsson, sem tók umdir og ræddi ábendingu Páls og Anna Alexandersdóttir, sem ræddi fyrirliggjandi tilnefningar og tilraunir til að skipa í nefndina með tilliti til kynjahlutfalls.

Fyrir liggur ósk frá Davíð Þór Sigurðarsyni um leyfi frá störfum sem formaður fræðslunefndar og varamaður í atvinnu- og menningarnefnd Fljótsdalshéraðs frá og með 1. október 2017 n.k. út kjörtímabilið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að Ágústa Björnsdóttir verði skipaður formaður í fræðslunefnd í stað Davíðs.
Varamaður í fræðslunefnd verði Guðný Margrét Hjaltadóttir

Jafnframt samþykkt að Sigurður Gunnarsson taki sæti Davíðs sem varamaður í atvinnu- og menningarnefnd.

Bæjarstjórn samþykkir að Þórhallur Borgarsson taki sæti sem aðalmaður í umhverfis- og framkvæmdanefnd og jafnframt sem varaformaður nefndarinnar, í stað Ágústu Björnsdóttur.
Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að Eggert Sigtryggsson taki sæti Þórhalls sem varamaður.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 18:15.