Atvinnu- og menningarnefnd - 55

Málsnúmer 1709002F

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 262. fundur - 20.09.2017

Til máls tóku: Guðmundur Sveinsson Kröyer, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi liði 3.5 og 3.6 og bar fram fyrirspurnir. Guðmundur Sveinsson Kröyer, sem ræddi ið 3.5 og svaraði fyrirspurn og Árni Kristinsson, sem ræddi lið 3.6 og svaraði fyrirspurn.

Fundargerðin lögð fram:
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Fyrir liggur tölvupóstur frá Signýju Ormsdóttur hjá Austurbrú þar sem vakin er athygli fullveldisafmæli Íslands á næsta ári. Einnig liggja fyrir gögn frá nefnd sem Alþingi skipaði til að annast undirbúning og framkvæmd afmælishátíðar.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og hvetur stofnanir sveitarfélagsins til að leita leiða til að minnast aldarafmælis fullveldis Íslands á næsta ári. Vakin er athygli á því að í lok þessa árs verða á vegum sveitarfélagsins auglýstir menningarstyrkir til umsóknar sem gætu nýst í slík verkefni.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Fyrir liggja tölvupóstar frá Heiði Vigfúsdóttur hjá Austurför, dagsettir 5. og 11. september 2017, þar sem óskað er eftir breytingu á opnunartíma Egilsstaðastofu í september og utan háannnatíma.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og gerir ekki athugasemdir við breyttan opnunartíma Egilsstaðastofu í vetur, enda falli það að samningi um rekstur stofunnar.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Fyrir liggur bréf frá Gróðrastöðinni Barra ehf, dagsett 28. ágúst 2017, þar sem m.a. kemur fram að Barri hafi náð samkomulagi um áframhaldandi leigu á því húsnæði sem félagið er að nota í dag.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn fagnar þessum tíðindum og vonast til að starfsemi gróðrarstöðvarinnar nái að eflast frekar til hagsbóta fyrir skógrækt í landinu.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Fyrir liggur greinargerð frá Héraðsskjalasafni Austfirðinga og Minjasafni Austurlands vegna sýningarinnar Þorpið á Ásnum, sýning í tilefni af 70 ára afmæli þéttbýlis á Egilsstöðum, sem söfnin stóðu að í sumar með stuðningi Fljótsdalshéraðs. Óskað er eftir viðbótarframlagi vegna ófyrirséðs kostnaðar við verkefnið.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögur atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að verkefnið verði styrkt um kr. 150.000 sem tekið verði af lið 0583.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.