Atvinnu- og menningarnefnd - 55
Málsnúmer 1709002F
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Fyrir liggur tölvupóstur frá Signýju Ormsdóttur hjá Austurbrú þar sem vakin er athygli fullveldisafmæli Íslands á næsta ári. Einnig liggja fyrir gögn frá nefnd sem Alþingi skipaði til að annast undirbúning og framkvæmd afmælishátíðar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og hvetur stofnanir sveitarfélagsins til að leita leiða til að minnast aldarafmælis fullveldis Íslands á næsta ári. Vakin er athygli á því að í lok þessa árs verða á vegum sveitarfélagsins auglýstir menningarstyrkir til umsóknar sem gætu nýst í slík verkefni.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Fyrir liggja tölvupóstar frá Heiði Vigfúsdóttur hjá Austurför, dagsettir 5. og 11. september 2017, þar sem óskað er eftir breytingu á opnunartíma Egilsstaðastofu í september og utan háannnatíma.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og gerir ekki athugasemdir við breyttan opnunartíma Egilsstaðastofu í vetur, enda falli það að samningi um rekstur stofunnar.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Fyrir liggur bréf frá Gróðrastöðinni Barra ehf, dagsett 28. ágúst 2017, þar sem m.a. kemur fram að Barri hafi náð samkomulagi um áframhaldandi leigu á því húsnæði sem félagið er að nota í dag.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn fagnar þessum tíðindum og vonast til að starfsemi gróðrarstöðvarinnar nái að eflast frekar til hagsbóta fyrir skógrækt í landinu.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Fyrir liggur greinargerð frá Héraðsskjalasafni Austfirðinga og Minjasafni Austurlands vegna sýningarinnar Þorpið á Ásnum, sýning í tilefni af 70 ára afmæli þéttbýlis á Egilsstöðum, sem söfnin stóðu að í sumar með stuðningi Fljótsdalshéraðs. Óskað er eftir viðbótarframlagi vegna ófyrirséðs kostnaðar við verkefnið.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögur atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að verkefnið verði styrkt um kr. 150.000 sem tekið verði af lið 0583.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
Fundargerðin lögð fram: