Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

257. fundur 17. maí 2017 kl. 17:00 - 20:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
 • Anna Alexandersdóttir forseti
 • Sigrún Blöndal 1. varaforseti
 • Stefán Bogi Sveinsson 2. varaforseti
 • Gunnar Jónsson bæjarfulltrúi
 • Þórður Mar Þorsteinsson bæjarfulltrúi
 • Guðmundur Sveinsson Kröyer bæjarfulltrúi
 • Árni Kristinsson bæjarfulltrúi
 • Páll Sigvaldason bæjarfulltrúi
 • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir bæjarfulltrúi
 • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
 • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 384

Málsnúmer 1704011FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 1.14. Sigrún Blöndal, sem ræddi lið 1.14. Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 1.14. Þórður Mar Þorsteinsson og lagði fram bókun, sem ræddi lið 1.14 og Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 1.14.

Fundargerðin lögð fram.

2.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 385

Málsnúmer 1705009FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 2.4 og lagði fram breytingatillögu. Sigrún Blöndal, sem ræddi lið 2.4. og kynnti bókun. Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 2.4. Gunnhildur Ingvarsdóttir, sem ræddi lið 2.4. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 2.4. Páll Sigvaldason, sem ræddi lið 2.4 og bar fram fyrirspurn. Stefán Bogi Sveinsson, sem svaraði fyrirspurn. Anna Alexandersdóttir, sem ræddi lið 2.4. Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 2.4 og svaraði fyrirspurn. Sigrún Blöndal, sem ræddi lið
2.4. Gunnhildur Ingvarsdóttir, sem ræddi lið 2.4 og Anna Alexandersdóttir, sem ræddi lið 2.4.

Fundargerðin lögð fram:

Kl.18:50 vék Guðmundur Sveinsson Kröyer af fundi og Karl Lauritzson tók sæti hans.
 • 2.1 201701003 Fjármál 2017
  Bókun fundar Til kynningar.
 • Bókun fundar Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar Sláturhússins menningarseturs ehf. frá 15. maí 2017, ásamt árituðum ársreikningi fyrir árið 2016.
 • 2.3 201705045 Aðalfundur SSA 2017
  Bókun fundar Í bæjarráði var lagður fram tölvupóstur frá verkefnastjóra sveitarstjórnarmála hjá SSA. Þar er óskað eftir málum, sem sveitarstjórnir vilja setja á dagskrá aðalfundar SSA sem verður haldinn 29. til 30. september næstkomandi.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að vísa erindinu til nefnda sveitarfélagsins og óska eftir tillögum og málum til umfjöllunar á aðalfundinum. Bæjarstjórn óskar jafnframt eftir því að tillögur frá nefndum berist bæjarráði fyrir sumarleyfi nefnda.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Í bæjarráði voru lögð fram endurgerð drög að samningi milli Íþróttafélagsins Hattar og Fljótsdalshéraðs, um uppbyggingu við íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum. Í bæjarráði voru gerðar smávægilegar breytingar á 9. grein samningsdraganna og þau síðan lögð fyrir, með áorðnum breytingum.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að bæjarstjóra verði falið að undirrita samningsdrögin, eins og þau liggja nú fyrir.

  Samþykkt með 6 atkv. meirihluta en 3 fulltrúar minnihluta greiddu atkv. á móti.

  Stefán Bogi Sveinsson lagði fram eftirfarandi breytingartillögu fh. B-listans.

  B-listi leggur fram eftirfarandi tillögu:
  Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að ganga til samninga við Íþróttafélagið Hött um gerð nýrrar viljayfirlýsingar vegna fyrirhugaðrar stækkunar á Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum. Í viljayfirlýsingunni komi fram eftirfarandi:

  A)
  Íþróttafélagið muni láta hanna framkvæmdina út frá þeirri útfærslu sem er að finna í fyrirliggjandi samningsdrögum. Sveitarfélagið muni leggja fram fjármagn til slíkrar hönnunarvinnu.

  B)
  Að lokinni hönnun muni íþróttafélagið og sveitarfélagið í sameiningu vinna endanlega kostnaðaráætlun verksins.

  C)
  Sveitarfélagið muni á yfirstandandi ári ráðast í þær breytingar á anddyri og starfsmannaaðstöðu íþróttamiðstöðvarinnar sem gert er ráð fyrir að framkvæmdar verði á árinu samkvæmt fyrirliggjandi samningsdrögum.

  D)
  Verkefnum samkvæmt viljayfirlýsingunni verði lokið á yfirstandandi ári og endanleg ákvörðun um gerð samnings verði tekin fyrir lok ársins.

  Samhliða samþykkir bæjarstjórn að gerðar verði nauðsynlegar breytingar á fyrirliggjandi hönnun viðbyggingar við leikskólann Hádegishöfða og gert verði kostnaðarmat og verkáætlun vegna framkvæmdarinnar. Endanleg ákvörðun um tímasetningu framkvæmdarinnar verði tekin samhliða ákvörðun um stækkun íþróttamiðstöðvarinnar.

  Tillagan felld með 6 atkv. meirihluta, en 3 fulltrúar minnihluta greiddu henni atkvæði.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Bæjarstjórn samþykkir jafnframt að fela bæjarstjóra að vinna áfram að greiningu á möguleikum vegna viðbyggingar við leikskólann Hádegishöfða, í samræmi við fyrri ákvörðun bæjarráðs um forgangsröðun framkvæmda hjá sveitarfélaginu.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


  Fulltrúar Á, D og L lista í bæjarstjórn telja uppbyggingu Íþróttamiðstöðvarinnar löngu tímabæra og mikið framfaraskref fyrir íbúa sveitarfélagsins. Mjög þröngt er orðið um starfsemi íþróttamiðstöðvarinnar þ.e. starfsmannaaðstöðu, búningsaðstöðu og aðstöðu til allra Íþróttaiðkunar. Með samningi við íþróttafélagið Hött gefst tækifæri til að bæta úr því á hagkvæman hátt m.a. vegna þess hvaða leið er farin við fjármögnun verkefnisins og hakvæmni þess. Framkvæmdin er í samræmi við langtíma fjárfestingaáætlun sem samþykkt var af bæjarráði í desember 2013.
  Mikilvægt er að árétta að góð íþróttaaðstaða er forsenda öflugs íþróttastarfs, sem aftur á móti er öflugasta forvörnin fyrir ungt fólk. Því telur meirihluti bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs einsýnt að ganga skuli til samninga við Hött um uppbyggingu Íþróttamiðstöðvarinnar.
 • Bókun fundar Í bæjarráði var lagt fram bréf frá kvenfélaginu Bláklukkum dagsett 04.05, þar sem sveitarfélagið og íbúar þess eru hvattir til átaks í að fegra og bæta umhverfið. Bent er á að í sumar er 70 ára afmæli þéttbýlisins á Egilsstöðum og íbúar, fyrirtæki og sveitarfélagið því hvött til að leggja sérstaka áherslu á góða umgengni og fegrun umhverfisins.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Bæjarstjórn tekur heilshugar undir með bréfritara og ítrekar hvatningu til íbúa, fyrirtækja og stofnanna um að snyrta lóðir og nánasta umhverfi. Erindinu að öðru leyti vísað til verkefnisstjóra umhverfismála og umhverfis- og framkvæmdanefndar.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • 2.6 201702061 Ungt Austurland.
  Bókun fundar Í vinnslu.
 • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

3.Atvinnu- og menningarnefnd - 53

Málsnúmer 1705001FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Þórður Mar Þorsteinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum og Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 3.2.

Fundargerðin lögð fram.

4.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 69

Málsnúmer 1705003FVakta málsnúmer

Til máls tók: Árni Kristinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.
 • 4.1 201704029 Heimatún 1 Viðhald
  Bókun fundar Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd var lögð fram kostnaðar- og framkvæmdaáætlun um viðhald á Heimatúni 1 í Fellabæ til umfjöllunar.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn kostnaðar- og framkvæmdaáætlun fyrir Heimatún 1 og samþykkir jafnframt að framkvæmdir hefjist árið 2018.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2018.
 • Bókun fundar Lögð var fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd tillaga að breyttu deiliskipulagi Brúnir II, að lokinni kynningu. Á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar nr. 63 var samþykkt að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi, frestur til að gera athugasemdir við framlagða tillögu var til klukkan 15:00, miðvikudaginn 3. maí 2017. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust á kynningartíma.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi og felur Skipulags- og byggingarfulltrúa að senda tillöguna til Skipulagsstofnunar til efnislegrar meðferðar og auglýsa í B-deild stjórnartíðinda.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
 • Bókun fundar Lögð var fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd umsókn um byggingarlóð. Ástráður Ási Magnússon, kt.030792-4679 sækir um lóð nr. 10 við Bjarkasel á Fljótsdalshéraði.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram.
  Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið og felur Skipulags- og byggingarfulltrúa úrlausn þess.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Lögð var fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd umsókn um byggingarlóð. Óttar Steinn Magnússon, kt.080289-2199 sækir um lóð nr. 12 við Bjarkasel á Fljótsdalshéraði.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið og felur Skipulags- og byggingarfulltrúa úrlausn þess.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • 4.7 201703071 Minigolfbrautir
  Bókun fundar Í vinnslu.
 • Bókun fundar Í vinnslu.
 • Bókun fundar Lagt var fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd erindi Þjónustusamfélagsins á Héraði þar sem þjónustusamfélagið óskar eftir því að setja upp skilti í A3 stærð í Tjarnargarðinum, við strandblak-vellina í Bjarnardal og við mini-golf brautirnar við Hlymsdali.
  Tillaga að gerð skiltanna og staðsetning þeirra fylgir erindi þessu.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram.
  Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið. Uppsetning skiltanna skal gerð í fullu samráði við forstöðumann Þjónustumiðstöðvarinnar.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Í vinnslu.
 • Bókun fundar Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
 • Bókun fundar Í umhverfis- og framkvæmdanefnd var tekið fyrir bréf NAUST þar sem óskað er eftir upplýsingum um átak í hreinsun ónýtra girðinga, árangur verkefnisins hingað til og áframhaldá því.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar felur bæjarstjórn verkefnisstjóra Umhverfismála að koma upplýsingunum um framvindu verksins á NAUST. Jafnframt að hefja undirbúning að átaki um hreinsun brotajárns í sveitarfélaginu og leggja tillögur þar um fyrir næsta fund nefndarinnar.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Í vinnslu.
 • Bókun fundar Lagt var fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd erindi Borgarfjarðarhrepps, umsögn um drög að breytingu á aðalskipulagi og drög að nýju deiliskipulagi í landi Geitlands í Borgarfirði eystri.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd sem hefur yfirfarið erindið og hefur engar athugasemdir eða ábendingar fram að færa.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Lagt var fram í umhverfis- og framkvæmdanefnd til skoðunar bréf um samstarfsverkefni um sjálfbæra þróun í bæjum og borgum á Norðurlöndum.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að sveitarfélagið óski eftir þátttöku í verkefninu.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Lagt var fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd að nýju erindi um stöðuleyfi fyrir torgsöluhús, ásamt tillögu að breyttri staðsetningu.

  Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar felur bæjarstjórn Skipulags- og byggingarfulltrúa endurútgáfu stöðuleyfis með breyttri staðsetningu.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 249

Málsnúmer 1705004FVakta málsnúmer

Til máls tók: Sigrún Blöndal sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.
 • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • 5.2 201705038 Skólahreysti
  Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
  Að tillögu fræðslunefndar samþykkir bæjarstjórn að fela íþrótta-og tómstundanefnd og umhverfis- og framkvæmdanefnd að fara yfir hugmyndir fræðslunefndar um að komið verði upp skólahreystibraut til æfinga fyrir nemendur grunnskóla sveitarfélagsins.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

 • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram.
  Að tillögu fræðslunefndar samþykkir bæjarstjórn skóladagatal fyrir Brúarásskóla 2017-2018.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram.
  Að tillögu fræðslunefndar samþykkir bæjarstjórn skóladagatal fyrir Fellaskóla 2017-2018, með fyrirvara um afgreiðslu skólaráðs.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram.
  Að tillögu fræðslunefndar samþykkir bæjarstjórn skóladagatal fyrir Egilsstaðaskóla 2017-2018.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Bókun fundar Í vinnslu.
 • Bókun fundar Í vinnslu.
 • Bókun fundar Í vinnslu.
 • Bókun fundar Í vinnslu.
 • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram.
  Bæjarstjórn telur Nótuna, uppskeruhátíð tónlistarskólanna, vera gott verkefni sem gefur tónlistarnemendum tækifæri til að koma fram og flytja tónlist og bera sig saman við nemendur úr öðrum tónlistarskólum. Bæjarstjórn bendir þó á að mikill ferðakostnaður fylgir því fyrir tónlistarskóla sveitarfélagsins og nemendur þeirra að taka þátt í þessu samstarfi. Sveitarfélagið hefur því valið að setja stuðning sinn við verkefnið í þann þátt.
  Að tillögu fræðslunefndar hafnar bæjarstjórn því stuðningsbeiðni frá Nótunni um að styrkja sérstaklega lokakeppnina 2017 sem haldin er í Eldborgarsalnum í Hörpu í Reykjavík.

  Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
 • Bókun fundar Til kynningar.

6.Félagsmálanefnd - 154

Málsnúmer 1704012FVakta málsnúmer

Til máls tók: Þórður Mar Þorsteinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.

7.Kosning fulltrúa í embætti, stjórnir og nefndir á vegum Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201406079Vakta málsnúmer

Jóna Sigríður Guðmundsdóttir hefur, vegna flutninga úr sveitarfélaginu, óskað eftir að hætta sem varafulltrúi B-lista í fræðslunefnd.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að Eyþór Elíasson verði varafulltrúi B-lista í fræðslunefnd í stað Jónu Sigríðar Guðmundsdóttur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistinga Helgafell 2

Málsnúmer 201703078Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Austurlandi vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir sölu gistingar (minni gistiheimili) í flokki III að Helgafelli 2 Fellabæ.

Fyrir liggur jákvæð umsögn frá byggingarfulltrúa og Heilbrigðiseftirliti.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn veitir jákvæða umsögn og staðfestir jafnframt að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að, sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar - Hótel Hallormsstaður

Málsnúmer 201705026Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Austurlandi vegna umsóknar um gistileyfi í flokki IV - Hótel, að Hótel Hallormsstað.

Fyrir liggur jákvæð umsögn frá byggingarfulltrúa og Heilbrigðiseftirliti.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn veitir jákvæða umsögn og staðfestir jafnframt að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að, sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Umsókn um rekstrarleyfi til sölu veitinga - Salt-Café-Bistro

Málsnúmer 201705027Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Austurlandi vegna umsóknar um veitingaleyfi í flokki II að Miðvangi 2 - 4 Egilsstöðum, (Salt-Café-Bistro).

Fyrir liggur jákvæð umsögn frá byggingarfulltrúa og Heilbrigðiseftirliti.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn veitir jákvæða umsögn og staðfestir jafnframt að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að, sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 20:00.