Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 69

Málsnúmer 1705003F

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 257. fundur - 17.05.2017

Til máls tók: Árni Kristinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.
  • .1 201704029 Heimatún 1 Viðhald
    Bókun fundar Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd var lögð fram kostnaðar- og framkvæmdaáætlun um viðhald á Heimatúni 1 í Fellabæ til umfjöllunar.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn kostnaðar- og framkvæmdaáætlun fyrir Heimatún 1 og samþykkir jafnframt að framkvæmdir hefjist árið 2018.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2018.
  • Bókun fundar Lögð var fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd tillaga að breyttu deiliskipulagi Brúnir II, að lokinni kynningu. Á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar nr. 63 var samþykkt að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi, frestur til að gera athugasemdir við framlagða tillögu var til klukkan 15:00, miðvikudaginn 3. maí 2017. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust á kynningartíma.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi og felur Skipulags- og byggingarfulltrúa að senda tillöguna til Skipulagsstofnunar til efnislegrar meðferðar og auglýsa í B-deild stjórnartíðinda.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
  • Bókun fundar Lögð var fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd umsókn um byggingarlóð. Ástráður Ási Magnússon, kt.030792-4679 sækir um lóð nr. 10 við Bjarkasel á Fljótsdalshéraði.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram.
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið og felur Skipulags- og byggingarfulltrúa úrlausn þess.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lögð var fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd umsókn um byggingarlóð. Óttar Steinn Magnússon, kt.080289-2199 sækir um lóð nr. 12 við Bjarkasel á Fljótsdalshéraði.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið og felur Skipulags- og byggingarfulltrúa úrlausn þess.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • .7 201703071 Minigolfbrautir
    Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Lagt var fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd erindi Þjónustusamfélagsins á Héraði þar sem þjónustusamfélagið óskar eftir því að setja upp skilti í A3 stærð í Tjarnargarðinum, við strandblak-vellina í Bjarnardal og við mini-golf brautirnar við Hlymsdali.
    Tillaga að gerð skiltanna og staðsetning þeirra fylgir erindi þessu.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram.
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið. Uppsetning skiltanna skal gerð í fullu samráði við forstöðumann Þjónustumiðstöðvarinnar.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
  • Bókun fundar Í umhverfis- og framkvæmdanefnd var tekið fyrir bréf NAUST þar sem óskað er eftir upplýsingum um átak í hreinsun ónýtra girðinga, árangur verkefnisins hingað til og áframhaldá því.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar felur bæjarstjórn verkefnisstjóra Umhverfismála að koma upplýsingunum um framvindu verksins á NAUST. Jafnframt að hefja undirbúning að átaki um hreinsun brotajárns í sveitarfélaginu og leggja tillögur þar um fyrir næsta fund nefndarinnar.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Lagt var fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd erindi Borgarfjarðarhrepps, umsögn um drög að breytingu á aðalskipulagi og drög að nýju deiliskipulagi í landi Geitlands í Borgarfirði eystri.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd sem hefur yfirfarið erindið og hefur engar athugasemdir eða ábendingar fram að færa.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt var fram í umhverfis- og framkvæmdanefnd til skoðunar bréf um samstarfsverkefni um sjálfbæra þróun í bæjum og borgum á Norðurlöndum.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að sveitarfélagið óski eftir þátttöku í verkefninu.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt var fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd að nýju erindi um stöðuleyfi fyrir torgsöluhús, ásamt tillögu að breyttri staðsetningu.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar felur bæjarstjórn Skipulags- og byggingarfulltrúa endurútgáfu stöðuleyfis með breyttri staðsetningu.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.