Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

315. fundur 20. maí 2020 kl. 17:00 - 20:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Stefán Bogi Sveinsson forseti
  • Anna Alexandersdóttir 1. varaforseti
  • Kristjana Sigurðardóttir 2. varaforseti
  • Gunnar Jónsson bæjarfulltrúi
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Björg Björnsdóttir bæjarfulltrúi
  • Aðalsteinn Ásmundarson bæjarfulltrúi
  • Hannes Karl Hilmarsson bæjarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason bæjarritari
  • Haddur Áslaugsson starfsmaður
  • Karl Sigfús Lauritzson varamaður
Fundargerð ritaði: Stefán Snædal Bragason bæjarritari

1.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 513

Málsnúmer 2005004F

Til máls tóku: Anna Alexandersdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Björg Björnsdóttir, sem ræddi lið 1.2 og bar fram fyrirspurn Björn Ingimarsson, sem ræddi lið 1.2 og svaraði fyrirspurn og Anna Alexandersdóttir sem ræddi lið 1.2.

Fundargerðin lögð fram.

2.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 514

Málsnúmer 2005011F

Til máls tóku: Anna Alexandersdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Gunnar Jónsson, sem ræddi liði 2.7 og 2.12 og Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi liði 2.7 og 2.10.

Fundargerðin lögð fram.

3.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 132

Málsnúmer 2005005F

Til máls tóku: Stefán Bogi Sveinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Björg Björnsdóttir, sem ræddi lið 3.3 og Kristjana Sigurðardóttir, sem ræddi lið 3.3.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Tillaga að fyrirkomulagi vegna kostnaðarskiptingar á viðhaldi Fellagirðingar.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn kostnaðarskiptingu á viðhaldi Fellagirðingar árið 2020, eins og hún liggur fyrir. Kostnaður verði tekinn af áætlun um fjallskil(13-21.

    Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
  • Bókun fundar Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
  • 3.3 202004193 Hjólabraut
    Bókun fundar Erindi barst í viðtalstíma í Samfélagssmiðjunni í vetur varðandi að gerð verði hjólabraut á svæði sem afmarkast af lóðum í Ranavaði, Eyvindará og hreinsivirki fráveitu. Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur útfærð hugmynd að hjólabraut á umræddu svæði.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að heimilt verði að leggja braut tímabundið til eins árs. Verkefnið verði útfært með aðstoð frá vinnuskóla og leitast skal við að endurnýta efni í verkefnið. Komi til framkvæmda af hálfu sveitarfélags eða stofnana þess á þessu svæði, skal brautin víkja á meðan á framkvæmdum stendur.

    Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Fyrir liggur að breyta þurfi aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs vegna breytingar á legu Fjarðarheiðargangna.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar felur bæjarstjórn skipulags- og byggingarfulltrúa að hefja vinnslu við breytingu á aðalskipulagi og í því ferli verði bornir saman þrír kostir í vegalagningu, sem í vinnu starfshópsins hafa verið nefndir Fagradalsbrautarleið, suðurleið og norðurleið. Gögn úr umhverfismatinu, sem og umferðarmati sem Vegagerðin mun einnig láta fara fram, verði nýtt til að taka endanlega afstöðu til legu vegarins í aðalskipulagsferlinu.

    Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 3.7 201902035 Ferjukíll - lóðir
    Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Fyrir liggur tillaga að breytingu á lóðauppdrætti lóðar Hitaveitu Egilsstaða og Fella.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram.
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar felur bæjarstjórn skipulags- og byggingarfulltrúa að ganga frá breytingu á lóðastærð í samræmi við framlögð gögn.

    Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Tekið fyrir erindi frá Betra Fljótsdalshérað þar sem óskað er eftir gerð leiksvæðis við Hamragerði 3, 5 og 7.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og þakkar erindið. Þar sem nú þegar er komið leiksvæði við Bláargerði og áform eru um sparkvöll við fjölbýlishús í Hamragerði er ekki talin þörf á öðrum leikvelli innan hverfis að svo stöddu. Athygli íbúa er vakin á að þeim er frjálst að koma upp leiktækjum innan lóða fjölbýlishúsanna í samráði við viðkomandi húsfélög.

    Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
  • Bókun fundar Fyrir liggur umsókn frá landeigendum Tjarnarlands og Stóra- Steinsvaði um framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn umrædda efnistöku og felur skipulags- og byggingarfulltrúa útgáfu framkvæmdaleyfis fyrir henni.

    Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
  • Bókun fundar Grenndarkynning fyrir bílskúr að Fjósakambi 4 hefur farið fram og er án athugasemda.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn grenndarkynninguna og felur skipulags- og byggingarfulltrúa útgáfu byggingarleyfis.

    Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
  • Bókun fundar Grenndarkynning fyrir bílskúr og viðbyggingu að Brávöllum 3 hefur farið fram og er án athugasemda.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn grenndarkynninguna og felur skipulags- og byggingarfulltrúa útgáfu byggingarleyfis.

    Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
  • Bókun fundar Breytingartillaga að deiliskipulagi fyrir Eyvindaá II deiliskipulagið. Deiliskipulagið hefur verið í vinnslu um langan tíma og tafist vegna ýmissa ástæðna og er fyrri málsmeðferð fallin úr gildi.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að deiliskipulagið verði auglýst að nýju í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga 123/2010.

    Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
  • Bókun fundar Grenndarkynning fyrir hús að Brennistöðum 1 hefur farið fram og er án athugasemda.

    Eftirfarandi tillaga lög fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn grenndarkynninguna og felur skipulags- og byggingarfulltrúa útgáfu byggingarleyfis.

    Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Umhverfis- og framkvæmdanefnd hefur borist svar frá Stofnun Árna Magnússonar vegna umsóknar um stofnun landeigna úr Stóra- Steinsvaði sem lagt er til að fái heitið Uglumói.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að stofna umrædda landeign. Jafnframt gefur bæjarstjórn jákvæða umsögn um landskiptin.

    Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Fyrirspurn frá lóðarhöfum Miðás 26 - 47 þar sem spurt er hvort hægt sé að sameina lóðirnar Miðás 26 og 47.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að gerð verði breyting á deiliskipulagi og umræddar lóðir verði sameinaðar. Lagt er til að mál fái málmeðferð í samræmi við 3. mgr. 43. gr Skipulagslaga nr. 123/2010.

    Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
  • Bókun fundar Umhverfis- og framkvæmdanefnd hefur fengið erindi frá Skipulagsstofnun þar sem farið er yfir þau gögn sem borist hafa vegna skipulags Grundar.
    Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir breytingar á tillögu eftir auglýsingu, enda er ekki talið að um grundvallarbreytingar sé að ræða.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn breytingarnar eins og kemur fram í 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

4.Atvinnu- og menningarnefnd - 104

Málsnúmer 2005002F

Til máls tóku: Gunnhildur Ingvarsdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum og ræddi sérstaklega lið 4.1. Björg Björnsdóttir, sem ræddi liði 4.1 og 4.8 og 4.10. Anna Alexandersdóttir, sem ræddi lið 4.1. Hannes Karl Hilmarsson, sem ræddi liði 4.1 og 4.10. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 4.10. Kristjana Sigurðardóttir, sem ræddi lið 4.10. Gunnar Jónsson, sem ræddi liði 4.8 og 4.10. Björg Björnsdóttir, sem ræddi lið 4.10. Anna Alexandersdóttir, sem ræddi lið 4.10. Gunnhildur Ingvarsdóttir, sem ræddi liði 4.8 og 4.10. Björn Ingimarsson, sem ræddi lið 4.10. Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 4.10 og Björn Ingimarsson, sem ræddi lið 4.10.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarstjóra ásamt starfsmanni og fimleikadeild Hattar að skoða útfærslur í samráði við aðgerðarstjórn almannavarna.

    Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

  • Bókun fundar Fyrir atvinnu- og menningarnefnd lá tölvupóstur frá Austurför, dagsettur 6. maí 2020, þar sem er óskað eftir því að Austurför fái afnot af svæðinu innan við skattstofuna og syðsta hluta gamla tjaldsvæðisins þar fyrir vestan. Þetta er vegna þeirra takamarkana um fjölda gesta og nálægðarmörk sem sett hafa verið vegna Covid 19. Einnig er óskað eftir því að sveitarfélagið aðstoði við að koma fyrir bráðabirgða hreinlætisaðstöðu og rafmagni á þessu svæði.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og er jákvæð fyrir því að Austurför verði veitt afnot af umræddu svæði fyrir tjaldsvæði í sumar, ef á þarf að halda. Starfsmanni nefndarinnar falið að taka saman yfirlit yfir umfang framkvæmdarinnar og mögulegan kostnað við hana og leggja fyrir nefndina.

    Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Fyrir liggur styrkumsókn frá Skúla Birni Gunnarssyni, fyrir hönd Þjónustusamfélagsins á Héraði og Upphéraðsklasans vegna gerðar ferðaþjónustutengds ratleiks sem m.a. væri hægt að nota í snjalltækjum.

    Eftirfarandi tillaga lög fram:
    Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að verkefnið verði styrkt um kr. 350.000 sem tekið verði af lið 1381.

    Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • 4.8 202004115 Atvinnuverkefni
    Bókun fundar Fyrir liggur erindi frá Benedikt Warén með tillögum um mál til umræðu um möguleg verkefni á Héraði 2020 vegna Covid 19. Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 20. apríl 2020. Fyrir liggja gögn um þau verkefni og þær hugmyndir sem nú þegar er verið að vinna að til að bregðast við atvinnuástandinu um þessar mundir ekki síst meðal ungs fólks.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn samþykkir að ábendingum Atvinnu- og menningarnefndar verði komið á framfæri við undirbúningsstjórn að sameiningu sveitarfélaganna fjögurra.

    Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.

5.Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 289

Málsnúmer 2005006F

Til máls tóku: Karl Lauritzson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókun. Björg Björnsdóttir, sem ræddi liði 5.6 og 5.8. Kristjana Sigurðardóttir, sem ræddi lið 5.8. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 5.8. Hannes Karl Hilmarsson, sem ræddi lið 5.8 og bar fram fyrirspurn. Aðalsteinn Ásmundarson, sem ræddi lið 5.6 og 5.8. Björg Björnsdóttir, sem ræddi lið 5.8. Anna Alexandersdóttir, sem ræddi lið 5.8. Kristjana Sigurðardóttir, sem ræddi lið 5.8. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 5.8. Karl Lauritzson, sem ræddi lið 5.8. Gunnhildur Ingvarsdóttir, sem ræddi lið 5.8. Hannes Karl Hilmarsson, sem ræddi lið 5.8 og ítrekaði fyrirspurn. Björn Ingimarsson, sem ræddi lið 5.8 og svaraði fyrirspurn og Anna Alexandersdóttir, sem ræddi lið 5.8.

Fundargerðin lögð fram.

6.Félagsmálanefnd - 183

Málsnúmer 2005013F

Til máls tóku: Anna Alexandersdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Björg Björnsdóttir, sem ræddi lið 6.10 og 6.11 og bar fram fyrirspurn og Anna Alexandersdóttir, sem ræddi lið 6.10 og 6.11 og svaraði fyrirspurn.

Mál nr.1,4,5,6,og 7 voru trúnaðarmál og færð í trúnaðarmálabók nefndarinnar. Þau birtast því ekki í fundargerð félagsmálanefndar.

Fundargerðin lögð fram.

7.Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 89

Málsnúmer 2005001F

Til máls tóku: Björn Ingimarsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum og Hannes Karl Hilmarsson, sem ræddi lið 7.1.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Fyrir liggur erindi af Betra Fljótsdalshéraði varðandi framtíðar skautasvell. Ungmennaráð tekur undir erindið og leggur til að sem fyrst verði útbúið framtíðar skautasvell við Samfélagssmiðjuna, þar sem hægt yrði að nýta svæðið á sumrin fyrir hjólabrettarampa og annað slíkt. Vísað er í mál nr.201610093, þar sem lagt er til að góð aðstaða verði fundin fyrir reiðhjólafólk og hjólabrettaiðkendur.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn samþykkir að vísa málinu til umfjöllunar í íþrótta- og tómstundanefnd, með ósk um tillögugerð varðandi staðsetningu og útfærslu.

    Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
  • 7.2 201910031 Ungmennaþing
    Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu ungmennaráðs samþykkir bæjarstjórn að í ljósi aðstæðna verði ekki haldið ungmennaþing í ár, frekar verði haldið veglegt ungmennaþing árið 2021.

    Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
  • 7.3 200812035 Miðbær Egilsstaða
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 7.4 202004164 Sumarstörf 2020
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 20:00.