Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 89

Málsnúmer 2005001F

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 315. fundur - 20.05.2020

Til máls tóku: Björn Ingimarsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum og Hannes Karl Hilmarsson, sem ræddi lið 7.1.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Fyrir liggur erindi af Betra Fljótsdalshéraði varðandi framtíðar skautasvell. Ungmennaráð tekur undir erindið og leggur til að sem fyrst verði útbúið framtíðar skautasvell við Samfélagssmiðjuna, þar sem hægt yrði að nýta svæðið á sumrin fyrir hjólabrettarampa og annað slíkt. Vísað er í mál nr.201610093, þar sem lagt er til að góð aðstaða verði fundin fyrir reiðhjólafólk og hjólabrettaiðkendur.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn samþykkir að vísa málinu til umfjöllunar í íþrótta- og tómstundanefnd, með ósk um tillögugerð varðandi staðsetningu og útfærslu.

    Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
  • .2 201910031 Ungmennaþing
    Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu ungmennaráðs samþykkir bæjarstjórn að í ljósi aðstæðna verði ekki haldið ungmennaþing í ár, frekar verði haldið veglegt ungmennaþing árið 2021.

    Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
  • .3 200812035 Miðbær Egilsstaða
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • .4 202004164 Sumarstörf 2020
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.