Atvinnu- og menningarnefnd - 104

Málsnúmer 2005002F

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 315. fundur - 20.05.2020

Til máls tóku: Gunnhildur Ingvarsdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum og ræddi sérstaklega lið 4.1. Björg Björnsdóttir, sem ræddi liði 4.1 og 4.8 og 4.10. Anna Alexandersdóttir, sem ræddi lið 4.1. Hannes Karl Hilmarsson, sem ræddi liði 4.1 og 4.10. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 4.10. Kristjana Sigurðardóttir, sem ræddi lið 4.10. Gunnar Jónsson, sem ræddi liði 4.8 og 4.10. Björg Björnsdóttir, sem ræddi lið 4.10. Anna Alexandersdóttir, sem ræddi lið 4.10. Gunnhildur Ingvarsdóttir, sem ræddi liði 4.8 og 4.10. Björn Ingimarsson, sem ræddi lið 4.10. Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 4.10 og Björn Ingimarsson, sem ræddi lið 4.10.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarstjóra ásamt starfsmanni og fimleikadeild Hattar að skoða útfærslur í samráði við aðgerðarstjórn almannavarna.

    Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

  • Bókun fundar Fyrir atvinnu- og menningarnefnd lá tölvupóstur frá Austurför, dagsettur 6. maí 2020, þar sem er óskað eftir því að Austurför fái afnot af svæðinu innan við skattstofuna og syðsta hluta gamla tjaldsvæðisins þar fyrir vestan. Þetta er vegna þeirra takamarkana um fjölda gesta og nálægðarmörk sem sett hafa verið vegna Covid 19. Einnig er óskað eftir því að sveitarfélagið aðstoði við að koma fyrir bráðabirgða hreinlætisaðstöðu og rafmagni á þessu svæði.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og er jákvæð fyrir því að Austurför verði veitt afnot af umræddu svæði fyrir tjaldsvæði í sumar, ef á þarf að halda. Starfsmanni nefndarinnar falið að taka saman yfirlit yfir umfang framkvæmdarinnar og mögulegan kostnað við hana og leggja fyrir nefndina.

    Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Fyrir liggur styrkumsókn frá Skúla Birni Gunnarssyni, fyrir hönd Þjónustusamfélagsins á Héraði og Upphéraðsklasans vegna gerðar ferðaþjónustutengds ratleiks sem m.a. væri hægt að nota í snjalltækjum.

    Eftirfarandi tillaga lög fram:
    Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að verkefnið verði styrkt um kr. 350.000 sem tekið verði af lið 1381.

    Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • .8 202004115 Atvinnuverkefni
    Bókun fundar Fyrir liggur erindi frá Benedikt Warén með tillögum um mál til umræðu um möguleg verkefni á Héraði 2020 vegna Covid 19. Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 20. apríl 2020. Fyrir liggja gögn um þau verkefni og þær hugmyndir sem nú þegar er verið að vinna að til að bregðast við atvinnuástandinu um þessar mundir ekki síst meðal ungs fólks.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn samþykkir að ábendingum Atvinnu- og menningarnefndar verði komið á framfæri við undirbúningsstjórn að sameiningu sveitarfélaganna fjögurra.

    Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.