Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 132

Málsnúmer 2005005F

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 315. fundur - 20.05.2020

Til máls tóku: Stefán Bogi Sveinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Björg Björnsdóttir, sem ræddi lið 3.3 og Kristjana Sigurðardóttir, sem ræddi lið 3.3.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Tillaga að fyrirkomulagi vegna kostnaðarskiptingar á viðhaldi Fellagirðingar.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn kostnaðarskiptingu á viðhaldi Fellagirðingar árið 2020, eins og hún liggur fyrir. Kostnaður verði tekinn af áætlun um fjallskil(13-21.

    Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
  • Bókun fundar Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
  • .3 202004193 Hjólabraut
    Bókun fundar Erindi barst í viðtalstíma í Samfélagssmiðjunni í vetur varðandi að gerð verði hjólabraut á svæði sem afmarkast af lóðum í Ranavaði, Eyvindará og hreinsivirki fráveitu. Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd liggur útfærð hugmynd að hjólabraut á umræddu svæði.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að heimilt verði að leggja braut tímabundið til eins árs. Verkefnið verði útfært með aðstoð frá vinnuskóla og leitast skal við að endurnýta efni í verkefnið. Komi til framkvæmda af hálfu sveitarfélags eða stofnana þess á þessu svæði, skal brautin víkja á meðan á framkvæmdum stendur.

    Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Fyrir liggur að breyta þurfi aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs vegna breytingar á legu Fjarðarheiðargangna.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar felur bæjarstjórn skipulags- og byggingarfulltrúa að hefja vinnslu við breytingu á aðalskipulagi og í því ferli verði bornir saman þrír kostir í vegalagningu, sem í vinnu starfshópsins hafa verið nefndir Fagradalsbrautarleið, suðurleið og norðurleið. Gögn úr umhverfismatinu, sem og umferðarmati sem Vegagerðin mun einnig láta fara fram, verði nýtt til að taka endanlega afstöðu til legu vegarins í aðalskipulagsferlinu.

    Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • .7 201902035 Ferjukíll - lóðir
    Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Fyrir liggur tillaga að breytingu á lóðauppdrætti lóðar Hitaveitu Egilsstaða og Fella.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram.
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar felur bæjarstjórn skipulags- og byggingarfulltrúa að ganga frá breytingu á lóðastærð í samræmi við framlögð gögn.

    Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Tekið fyrir erindi frá Betra Fljótsdalshérað þar sem óskað er eftir gerð leiksvæðis við Hamragerði 3, 5 og 7.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og þakkar erindið. Þar sem nú þegar er komið leiksvæði við Bláargerði og áform eru um sparkvöll við fjölbýlishús í Hamragerði er ekki talin þörf á öðrum leikvelli innan hverfis að svo stöddu. Athygli íbúa er vakin á að þeim er frjálst að koma upp leiktækjum innan lóða fjölbýlishúsanna í samráði við viðkomandi húsfélög.

    Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
  • Bókun fundar Fyrir liggur umsókn frá landeigendum Tjarnarlands og Stóra- Steinsvaði um framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn umrædda efnistöku og felur skipulags- og byggingarfulltrúa útgáfu framkvæmdaleyfis fyrir henni.

    Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
  • Bókun fundar Grenndarkynning fyrir bílskúr að Fjósakambi 4 hefur farið fram og er án athugasemda.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn grenndarkynninguna og felur skipulags- og byggingarfulltrúa útgáfu byggingarleyfis.

    Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
  • Bókun fundar Grenndarkynning fyrir bílskúr og viðbyggingu að Brávöllum 3 hefur farið fram og er án athugasemda.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn grenndarkynninguna og felur skipulags- og byggingarfulltrúa útgáfu byggingarleyfis.

    Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
  • Bókun fundar Breytingartillaga að deiliskipulagi fyrir Eyvindaá II deiliskipulagið. Deiliskipulagið hefur verið í vinnslu um langan tíma og tafist vegna ýmissa ástæðna og er fyrri málsmeðferð fallin úr gildi.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að deiliskipulagið verði auglýst að nýju í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga 123/2010.

    Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
  • Bókun fundar Grenndarkynning fyrir hús að Brennistöðum 1 hefur farið fram og er án athugasemda.

    Eftirfarandi tillaga lög fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn grenndarkynninguna og felur skipulags- og byggingarfulltrúa útgáfu byggingarleyfis.

    Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Umhverfis- og framkvæmdanefnd hefur borist svar frá Stofnun Árna Magnússonar vegna umsóknar um stofnun landeigna úr Stóra- Steinsvaði sem lagt er til að fái heitið Uglumói.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að stofna umrædda landeign. Jafnframt gefur bæjarstjórn jákvæða umsögn um landskiptin.

    Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Fyrirspurn frá lóðarhöfum Miðás 26 - 47 þar sem spurt er hvort hægt sé að sameina lóðirnar Miðás 26 og 47.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að gerð verði breyting á deiliskipulagi og umræddar lóðir verði sameinaðar. Lagt er til að mál fái málmeðferð í samræmi við 3. mgr. 43. gr Skipulagslaga nr. 123/2010.

    Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
  • Bókun fundar Umhverfis- og framkvæmdanefnd hefur fengið erindi frá Skipulagsstofnun þar sem farið er yfir þau gögn sem borist hafa vegna skipulags Grundar.
    Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir breytingar á tillögu eftir auglýsingu, enda er ekki talið að um grundvallarbreytingar sé að ræða.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn breytingarnar eins og kemur fram í 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.