Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs
1.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 466
Málsnúmer 1904004F
1.1
201901002
Fjármál 2019
Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og fagnar því að íbúum sveitarfélagsins heldur áfram að fjölga, sem bendir til þess að íbúum þyki Fljótsdalshérað vænlegur búsetukostur. Áfram verður því unnið að því að byggja upp innviði sveitarfélagsins og skapa fjölskylduvænt samfélag.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Í bæjarráði var farið yfir gögn sem fylgja íbúasamráðsverkefni Sambands Ísl.sveitarfélaga og Akureyrarbæjar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og felur bæjarstjóra, í samráði við starfshópinn um norræna samstarfsverkefnið, að sækja um aðild að umræddu verkefni.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að hefðbundin sumarlokun bæjarskrifstofu Fljótsdalshéraðs 2019 verði frá og með mánudeginum 22. júlí og til og með mánudagsins 5. ágúst.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Sjá afgreiðslu undir lið 2.6.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
2.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 467
Málsnúmer 1904008F
2.1
201901002
Fjármál 2019
Bókun fundar
Ákvörðun um að taka skammtímafjármögnun hjá Lánasjóði sveitarfélaga:
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs Fljótsdalshéraðs samþykkir bæjarstjórn hér með að taka skammtímalán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð allt að kr. 100.000.000 frá og með 12.04 2019 með gjalddaga 01.07 2019, í samræmi við skilmála skammtímaláns sem liggur fyrir á fundinum og sem bæjarstjórn hefur kynnt sér. Lánið er tekið á grundvelli langtímalánsumsóknar hjá Lánasjóði sveitarfélaga. Er lánið tekið til að fjármagna miklar afborganir lána sveitarfélagsins næstu vikur, sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Birni Ingimarssyni bæjarstjóra kt. 301254-4079 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Fljótsdalshéraðs að undirrita skammtímalánasamning við Lánasjóð sveitarfélaga.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.
-
Bókun fundar
Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.
-
Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Samkvæmt tillögu starfshóps um húsnæði Egilsstaðaskóla samþykkir bæjarstjórn að ráðist verði í framkvæmd við gerð millilofts í Egilsstaðaskóla á yfirstandandi ári. Áætlaður kostnaður við framkvæmdina er rúmar sautján milljónir. Miðað er við að framkvæmdin rúmist innan fjárfestingaheimildar ársins.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd er falið að yfirfara fjárfestingaáætlun ársins og gera á henni nauðsynlegar breytingar til að gera ráð fyrir framkvæmdinni.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Á fundi bæjarráðs fór bæjarstjóri yfir fund sem hann, skipulags- og byggingafulltrúi og forstöðumaður þjónustumiðstöðvar áttu með fulltrúum frá RARIK, þar sem fjallað var um mögulega yfirtöku sveitarfélagsins á umsjón og viðhaldi með ljósastaurum og götulýsingu í þéttbýli.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að sveitarfélagið taki yfir rekstur og viðhald á götulýsingu þar sem sveitarfélagið er veghaldari. Bæjarstjóra veitt heimild til að gera samninga varðandi málið.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að tilnefna Guðlaug Sæbjörnsson sem fulltrúa sinn á ársfundinn.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur heilshugar undir þær athugasemdir sem Samband ísl. sveitarfélaga gerir við frumvarpsdrögin.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
3.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 110
Málsnúmer 1903022F
-
Bókun fundar
Til umræðu á fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar var fyrirkomulag garðsláttar á vegum Fljótsdalshéraðs, fyrir eldri borgara og öryrkja.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að ekki verði gerðar breytingar á fyrirkomulagi garðslátta fyrir eldri borgara og öryrkja að svo stöddu.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Fyrir liggur endurskoðuð Fjallskilasamþykkt starfssvæðis SSA (áður Fjallskilasamþykkt fyrir Múlasýslur) til samþykktar eða ábendinga.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar er Skipulags- og byggingafulltrúa falið að senda SSA athugasemdir nefndarinnar.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og gerir ekki athugasemdir við framlagðar breytingar á samþykkt um umgengni og þrifnað utanhúss í sveitarfélögum á starfssvæði Heilbrigðisnefndar Austurlands.
Bæjarstjórn samþykkir jafnframt Samþykkt um umgengni og þrifnað utan húss í Fljótsdalshreppi, Seyðisfjarðarkaupstað, á Fljótsdalshéraði og í Sveitarfélaginu Hornafirði, með áorðnum breytingum, eins og hún liggur fyrir fundinum.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
3.13
201904016
Styrkvegir 2019
Bókun fundar
Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
-
Bókun fundar
Vegna staðfests tilfellis um garnaveiki á Fljótsdalshéraði þarf að grípa til aðgerða til að hefta útbreiðslu sjúkdómsins.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að sveitarfélagið liðsinni þeim bændum á Fljótsdalshéraði sem nú þurfa að taka upp bólusetningu á ný á sama hátt og gert hefur verið á undangengnum árum. Verkefnisstjóra umhverfismála falið að fylgja málinu eftir.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
-
Bókun fundar
Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd lá umsóknum um stofnun landnúmers vegna vegstæðis úr landi Hrafnsgerðis, ásamt ósk um umsögn bæjarstjórnar um landskipti.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að verða við fyrirliggjandi umsókn og felur skipulags- og byggingafulltrúa að fylgja málinu eftir. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að veita jákvæða umsögn um landskiptin.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Fyrir fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar lá tilkynning um styrkveitingu úr Húsafriðunarsjóði vegna verkefnisins Verndarsvæði í byggð.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og fagnar styrkveitingu til verkefnisins.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
4.Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 274
Málsnúmer 1904003F
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu fræðslunefndar samþykkir bæjarstjórn að þeim starfshópi sem hefur hafið störf vegna hliðstæðrar aðstöðu í húsnæði Egilsstaðaskóla verði falið að skoða húsnæðismál í Fellaskóla í ljósi þessa erindis samhliða þeirri vinnu.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Til kynningar.
5.Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 79
Málsnúmer 1904005F
-
Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Bæjarstjórn fagnar því öfluga starfi sem Ungmennaráð stendur fyrir, svo sem hinu árlega ungmennaþingi sem að þessu sinni var haldið 4. apríl sl. Tillögur ungmennaþingsins munu verða teknar til skoðunar hjá nefndum og stjórnsýslu sveitarfélagsins, þegar ungmennaráð hefur lokið úrvinnslu þeirra.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn fagnar þeim áhuga sem ungmenni sýna loftslags- og umhverfismálum og treystir því að þessi kynslóð sýni gott fordæmi varðandi öll umhverfismál. Jafnframt hvetur bæjarstjórn alla íbúa sveitarfélagsins til huga að þessum málum og stjórnvöld til að leggja meiri áherslu á umhverfis- og loftlagsmál í stefnumótun sinni og aðgerðum.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu ungmennaráðs samþykkir bæjarstjórn að Einar Freyr Guðmundsson, Kristbjörg Mekkín Helgadóttir og Rafael Rökkvi Freysson verði aðalfulltrúar í starfshópi um umhverfisstefnu Fljótsdalshéraðs.
Varamenn verði Almar Aðalsteinsson, Erla Jónsdóttir og Guðrún Lára Einarsdóttir.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
6.Beiðni um umsögn - Umsókn um rekstrarleyfi til veitingu veitingar í flokki II, Nielsen
Fundi slitið - kl. 17:45.
Fundargerðin lögð fram.