Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

293. fundur 17. apríl 2019 kl. 17:00 - 17:45 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Stefán Bogi Sveinsson forseti
  • Anna Alexandersdóttir 1. varaforseti
  • Steinar Ingi Þorsteinsson 2. varaforseti
  • Gunnar Jónsson bæjarfulltrúi
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Kristjana Sigurðardóttir bæjarfulltrúi
  • Björg Björnsdóttir bæjarfulltrúi
  • Hannes Karl Hilmarsson bæjarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 466

Málsnúmer 1904004F

Til máls tóku: Anna Alexandersdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Björg Björnsdóttir, sem ræddi liði 1.1, 1,3 og bar fram fyrirspurn og lið 1,4 og Björn Ingimarsson, sem svaraði fyrirspurn.

Fundargerðin lögð fram.

2.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 467

Málsnúmer 1904008F

Til máls tók: Anna Alexandersdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.

3.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 110

Málsnúmer 1903022F

Til máls tók: Stefán Bogi Sveinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.

4.Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 274

Málsnúmer 1904003F

Til máls tók: Berglind Harpa Svavarsdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókun.

Fundargerðin lögð fram.

5.Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 79

Málsnúmer 1904005F

Til máls tók: Björn Ingimarsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.
  • 5.1 201808169 Ungmennaþing 2019
    Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram.
    Bæjarstjórn fagnar því öfluga starfi sem Ungmennaráð stendur fyrir, svo sem hinu árlega ungmennaþingi sem að þessu sinni var haldið 4. apríl sl. Tillögur ungmennaþingsins munu verða teknar til skoðunar hjá nefndum og stjórnsýslu sveitarfélagsins, þegar ungmennaráð hefur lokið úrvinnslu þeirra.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn fagnar þeim áhuga sem ungmenni sýna loftslags- og umhverfismálum og treystir því að þessi kynslóð sýni gott fordæmi varðandi öll umhverfismál. Jafnframt hvetur bæjarstjórn alla íbúa sveitarfélagsins til huga að þessum málum og stjórnvöld til að leggja meiri áherslu á umhverfis- og loftlagsmál í stefnumótun sinni og aðgerðum.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu ungmennaráðs samþykkir bæjarstjórn að Einar Freyr Guðmundsson, Kristbjörg Mekkín Helgadóttir og Rafael Rökkvi Freysson verði aðalfulltrúar í starfshópi um umhverfisstefnu Fljótsdalshéraðs.
    Varamenn verði Almar Aðalsteinsson, Erla Jónsdóttir og Guðrún Lára Einarsdóttir.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Beiðni um umsögn - Umsókn um rekstrarleyfi til veitingu veitingar í flokki II, Nielsen

Málsnúmer 201903157

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Austurlandi vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir sölu veitinga í flokki II í Nielsen Egilsstöðum. Umsækjandi er SK veitingar ehf. Kári Þorsteinsson.

Fyrir liggur jákvæð umsögn byggingarfulltrúa. Umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands liggur ekki fyrir, en verður send um leið og hún berst.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, veitir bæjarstjórn jákvæða umsögn og staðfestir jafnframt að staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að, sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Bæjarstjórn bendir á að eldvarnareftirlitið og vinnueftirlitið skila sínum umsögnum beint til sýslumanns.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 17:45.