Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 467
Málsnúmer 1904008F
.1
201901002
Fjármál 2019
Bókun fundar
Ákvörðun um að taka skammtímafjármögnun hjá Lánasjóði sveitarfélaga:
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs Fljótsdalshéraðs samþykkir bæjarstjórn hér með að taka skammtímalán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð allt að kr. 100.000.000 frá og með 12.04 2019 með gjalddaga 01.07 2019, í samræmi við skilmála skammtímaláns sem liggur fyrir á fundinum og sem bæjarstjórn hefur kynnt sér. Lánið er tekið á grundvelli langtímalánsumsóknar hjá Lánasjóði sveitarfélaga. Er lánið tekið til að fjármagna miklar afborganir lána sveitarfélagsins næstu vikur, sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Birni Ingimarssyni bæjarstjóra kt. 301254-4079 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Fljótsdalshéraðs að undirrita skammtímalánasamning við Lánasjóð sveitarfélaga.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.
-
Bókun fundar
Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.
-
Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Samkvæmt tillögu starfshóps um húsnæði Egilsstaðaskóla samþykkir bæjarstjórn að ráðist verði í framkvæmd við gerð millilofts í Egilsstaðaskóla á yfirstandandi ári. Áætlaður kostnaður við framkvæmdina er rúmar sautján milljónir. Miðað er við að framkvæmdin rúmist innan fjárfestingaheimildar ársins.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd er falið að yfirfara fjárfestingaáætlun ársins og gera á henni nauðsynlegar breytingar til að gera ráð fyrir framkvæmdinni.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Á fundi bæjarráðs fór bæjarstjóri yfir fund sem hann, skipulags- og byggingafulltrúi og forstöðumaður þjónustumiðstöðvar áttu með fulltrúum frá RARIK, þar sem fjallað var um mögulega yfirtöku sveitarfélagsins á umsjón og viðhaldi með ljósastaurum og götulýsingu í þéttbýli.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að sveitarfélagið taki yfir rekstur og viðhald á götulýsingu þar sem sveitarfélagið er veghaldari. Bæjarstjóra veitt heimild til að gera samninga varðandi málið.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að tilnefna Guðlaug Sæbjörnsson sem fulltrúa sinn á ársfundinn.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur heilshugar undir þær athugasemdir sem Samband ísl. sveitarfélaga gerir við frumvarpsdrögin.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Fundargerðin lögð fram.