Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 79
Málsnúmer 1904005F
-
Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Bæjarstjórn fagnar því öfluga starfi sem Ungmennaráð stendur fyrir, svo sem hinu árlega ungmennaþingi sem að þessu sinni var haldið 4. apríl sl. Tillögur ungmennaþingsins munu verða teknar til skoðunar hjá nefndum og stjórnsýslu sveitarfélagsins, þegar ungmennaráð hefur lokið úrvinnslu þeirra.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn fagnar þeim áhuga sem ungmenni sýna loftslags- og umhverfismálum og treystir því að þessi kynslóð sýni gott fordæmi varðandi öll umhverfismál. Jafnframt hvetur bæjarstjórn alla íbúa sveitarfélagsins til huga að þessum málum og stjórnvöld til að leggja meiri áherslu á umhverfis- og loftlagsmál í stefnumótun sinni og aðgerðum.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu ungmennaráðs samþykkir bæjarstjórn að Einar Freyr Guðmundsson, Kristbjörg Mekkín Helgadóttir og Rafael Rökkvi Freysson verði aðalfulltrúar í starfshópi um umhverfisstefnu Fljótsdalshéraðs.
Varamenn verði Almar Aðalsteinsson, Erla Jónsdóttir og Guðrún Lára Einarsdóttir.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Fundargerðin lögð fram.