Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs

60. fundur 28. september 2017 kl. 17:00 - 19:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Fundargerð ritaði: Bylgja Borgþórsdóttir verkefnastjóri íþrótta- tómstunda- og forvarnarmála
Björn Ingimarsson bæjarstjóri sat fundinn í upphafi hans. Hann bauð fulltrúa í ráðinu velkomna til starfa, ítrekaði mikilvægi starfs Ungmennaráðs og óskaði þeim góðs gengis í störfum sínum.

1.Kynning á hlutverki ungmennaráðs

Málsnúmer 201610001Vakta málsnúmer

Starfsmaður Ungmennaráðs fór yfir hlutverk ráðsins skv. samþykktum Ungmennaráðs og svaraði spurningum um það.

2.Kynning á samþykktum ungmennaráðs

Málsnúmer 201410137Vakta málsnúmer

Starfsmaður Ungmennaráðs fór yfir samþykktir fyrir Ungmennaráð.

3.Kosning formanns og varaformanns Ungmennaráðs Fljótsdalshéraðs 2017-2018

Málsnúmer 201709092Vakta málsnúmer

Gengið var til kosningar formanns og gaf Erla Jónsdóttir kost á sér til starfsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Í embætti varaformanns gaf Ásta Dís Helgadóttir kost á sér.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Markmið og verkefni Ungmennaráðs 2017-2018

Málsnúmer 201709091Vakta málsnúmer

Ungmennaráð ræddi málefni og viðburði sem þau hafa áhuga á að vinna að og hafa áhrif á í vetur. Ráðið ræddi m.a. Ungmennaþing og áframhaldandi áherslu á geðheilbrigðismál ungs fólks á Austurlandi.

Samþykkt samhljóða.

5.Fjárhagsáætlun Ungmennaráðs 2018

Málsnúmer 201705177Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fjárhagsáætlun fyrir Ungmennaráð Fljótsdalshérað fyrir árið 2018 sem samþykkt var af fráfarandi ráði.
Áætlunin er samþykkt og vísað til bæjarráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Tímasetning funda ungmennaráðs

Málsnúmer 201010100Vakta málsnúmer

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs samþykkir fastan fundartíma ráðsins þriðja fimmtudag í hverjum mánuði kl.16:00.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Önnur mál

Málsnúmer 201709089Vakta málsnúmer

Starfsmaður kynnti fyrir Ungmennaráði fundagátt sveitarfélagsins, heimasíðu sveitarfélagsins og Betra Fljótsdalshérað.
Fundinn sátu:
Elva Dögg Ingvarsdóttir
Guðrún Lára Einarsdóttir
Olga Snærós Pétursdóttir
Ásta Dís Helgadóttir
Aron Steinn Halldórsson
Almar Aðalsteinsson
Kristbjörg Mekkín Helgadóttir
Ása Þorsteinsdóttir
Erla Jónsdóttir
Heiðdís Jóna Grétarsdóttir

Fundi slitið - kl. 19:00.