60. fundur
28. september 2017 kl. 17:00 - 19:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Fundargerð ritaði:Bylgja Borgþórsdóttirverkefnastjóri íþrótta- tómstunda- og forvarnarmála
Björn Ingimarsson bæjarstjóri sat fundinn í upphafi hans. Hann bauð fulltrúa í ráðinu velkomna til starfa, ítrekaði mikilvægi starfs Ungmennaráðs og óskaði þeim góðs gengis í störfum sínum.
Ungmennaráð ræddi málefni og viðburði sem þau hafa áhuga á að vinna að og hafa áhrif á í vetur. Ráðið ræddi m.a. Ungmennaþing og áframhaldandi áherslu á geðheilbrigðismál ungs fólks á Austurlandi.
Fyrir liggur fjárhagsáætlun fyrir Ungmennaráð Fljótsdalshérað fyrir árið 2018 sem samþykkt var af fráfarandi ráði. Áætlunin er samþykkt og vísað til bæjarráðs.