Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs

80. fundur 19. júní 2019 kl. 15:00 - 16:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
 • Kristbjörg Mekkín Helgadóttir varaformaður
 • Almar Aðalsteinsson aðalmaður
 • Aron Steinn Halldórsson aðalmaður
 • Guðrún Lára Einarsdóttir aðalmaður
 • Einar Freyr Guðmundsson aðalmaður
 • Þórunn Bylgja Borgþórsdóttir starfsmaður
 • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
 • Stefán Bogi Sveinsson bæjarfulltrúi
 • Anna Alexandersdóttir bæjarfulltrúi
 • Steinar Ingi Þorsteinsson bæjarfulltrúi
 • Berglind Harpa Svavarsdóttir bæjarfulltrúi
 • Björg Björnsdóttir bæjarfulltrúi
 • Gunnar Jónsson bæjarfulltrúi
 • Hannes Karl Hilmarsson bæjarfulltrúi
 • Dagur Skírnir Óðinsson varamaður
Fundargerð ritaði: Bylgja Borgþórsdóttir verkefnastjóri íþrótta- tómstunda- og forvarnarmála
Sameiginlegur fundur ungmennaráðs og bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs.

1.Tjarnargarður - ungmennaþing 2019

Málsnúmer 201905106Vakta málsnúmer

Í könnun sem lögð var fram á ungmennaþingi var spurt um græn og opin svæði. 85% gesta vildu að græn og opin svæði væru aðgengileg fyrir alla en aðeins 33% fannst græn og opin svæði áhugaverð og spennandi. 27% fannst þau hreinlega óáhugaverð og óspennandi.

Ungmennaþing telur að ef ásýnd opinna svæða yrði betrumbætt þá myndi það stuðla að meiri útivist, bættri lýðheilsu, menningaraukningu og að það yrði hvetjandi fyrir fólk að labba meira.

Leggur ungmennaráð til, með niðurstöðu ungmennaþings að leiðarljósi, að bæjarstjórn hafi til umhugsunar Tjarnargarðinn, og þá sérstaklega tjörnina sjálfa, við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2020.

Til er áætlun um Tjarnargarð og verið er að vinna skipulag um Selskóg. Langt síðan að hefur verið aðili sem hefur sérstaklega yfirumsjón með garðyrkjumálum í sveitarfélaginu.

2.Snjómokstur á göngustígum - ungmennaþing 2019

Málsnúmer 201905105Vakta málsnúmer

Á ungmennaþingi var snjómokstur á göngustígum bæjarins eitt af því sem ungmenni vildu fá að hafa áhrif á og koma á framfæri en þar kom í ljós að ungmennum á Fljótsdalshéraði finnst snjómokstri á gangstéttum ábótavant og er það eitthvað sem þarf virkilega að laga sem fyrst.

Í heilsueflandi samfélagi þar sem við viljum að allir hreyfi sig og hvíli einkabílinn hvetur ungmennaráð, og ungmennaþing að sjálfsögðu, til þess að virkum ferðamáta verði gert hæst undir höfði á Fljótsdalshéraði, allan ársins hring.

Fundarmenn sammála um að yfirleitt sé staðið vel að snjómokstri í sveitarfélaginu en ástæða sé til að skoða málin vel og eins að auka sýnileika korts sem sýnir forgangsmokstur á göngustígum.

3.Fótboltahöll í stað Fellavallar - ungmennaþing 2019

Málsnúmer 201905104Vakta málsnúmer

Á liðnu ungmennaþingi kom fram hugmynd um að byggja yfir Fellavöll, sem notaður er langflesta daga ársins, og gera hann svipaðan og Bogann á Akureyri.

Sá rökstuðningur sem kom fram var að aðstaðan yrði betri og iðkendur væru með svipaða aðstöðu og flestir iðkendur á landinu búa við, það yrði skjól frá veðri og vindum og ekki þyrfti að fresta æfingum vegna veðurs, sem gerist nokkrum sinnum á vetri.

Ungmennaráð veltir því fyrir sér hvað ráðlagt er varðandi Fellavöll á næstunni.

Nefnt að Knattspyrnudeild Hattar hefur gert skýrslu um sínar áherslur, nauðsynlegt að skoða málið í samvinnu við notendur. Íþrótta- og tómstundnefnd vinnur að áætlun um forgangsröðun viðhalds- og uppbyggingar íþróttamannvirkja þar sem þessar hugmyndir verða teknar inn.

4.Ásýnd sveitarfélagsins - ungmennaþing 2019

Málsnúmer 201905103Vakta málsnúmer

Ungmenni sem sóttu ungmennaþing höfðu sterkar skoðanir á því hvernig ásýnd Fljótsdalshéraðs ætti að vera. Á þessu þingi var aðallega teknir fyrir þéttbýliskjarnar sveitarfélagsins vegna þess hve víðfeðmt sveitarfélag Fljótsdalshérað er.

Ýmsar hugmyndir komu fram, m.a. að fjölga flokkunartunnum í bænum og að planta fleiri trjám.

Leggur ungmennaráð því til að hugmyndir ungennaþings verði hafðar til hliðsjónar við fjárhagsáætlanagerð næsta árs.

Fundi slitið - kl. 16:00.