Snjómokstur á göngustígum - ungmennaþing 2019

Málsnúmer 201905105

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 80. fundur - 19.06.2019

Á ungmennaþingi var snjómokstur á göngustígum bæjarins eitt af því sem ungmenni vildu fá að hafa áhrif á og koma á framfæri en þar kom í ljós að ungmennum á Fljótsdalshéraði finnst snjómokstri á gangstéttum ábótavant og er það eitthvað sem þarf virkilega að laga sem fyrst.

Í heilsueflandi samfélagi þar sem við viljum að allir hreyfi sig og hvíli einkabílinn hvetur ungmennaráð, og ungmennaþing að sjálfsögðu, til þess að virkum ferðamáta verði gert hæst undir höfði á Fljótsdalshéraði, allan ársins hring.

Fundarmenn sammála um að yfirleitt sé staðið vel að snjómokstri í sveitarfélaginu en ástæða sé til að skoða málin vel og eins að auka sýnileika korts sem sýnir forgangsmokstur á göngustígum.