Ásýnd sveitarfélagsins - ungmennaþing 2019

Málsnúmer 201905103

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 80. fundur - 19.06.2019

Ungmenni sem sóttu ungmennaþing höfðu sterkar skoðanir á því hvernig ásýnd Fljótsdalshéraðs ætti að vera. Á þessu þingi var aðallega teknir fyrir þéttbýliskjarnar sveitarfélagsins vegna þess hve víðfeðmt sveitarfélag Fljótsdalshérað er.

Ýmsar hugmyndir komu fram, m.a. að fjölga flokkunartunnum í bænum og að planta fleiri trjám.

Leggur ungmennaráð því til að hugmyndir ungennaþings verði hafðar til hliðsjónar við fjárhagsáætlanagerð næsta árs.