Fótboltahöll í stað Fellavallar - ungmennaþing 2019

Málsnúmer 201905104

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 80. fundur - 19.06.2019

Á liðnu ungmennaþingi kom fram hugmynd um að byggja yfir Fellavöll, sem notaður er langflesta daga ársins, og gera hann svipaðan og Bogann á Akureyri.

Sá rökstuðningur sem kom fram var að aðstaðan yrði betri og iðkendur væru með svipaða aðstöðu og flestir iðkendur á landinu búa við, það yrði skjól frá veðri og vindum og ekki þyrfti að fresta æfingum vegna veðurs, sem gerist nokkrum sinnum á vetri.

Ungmennaráð veltir því fyrir sér hvað ráðlagt er varðandi Fellavöll á næstunni.

Nefnt að Knattspyrnudeild Hattar hefur gert skýrslu um sínar áherslur, nauðsynlegt að skoða málið í samvinnu við notendur. Íþrótta- og tómstundnefnd vinnur að áætlun um forgangsröðun viðhalds- og uppbyggingar íþróttamannvirkja þar sem þessar hugmyndir verða teknar inn.