Tjarnargarður - ungmennaþing 2019

Málsnúmer 201905106

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 80. fundur - 19.06.2019

Í könnun sem lögð var fram á ungmennaþingi var spurt um græn og opin svæði. 85% gesta vildu að græn og opin svæði væru aðgengileg fyrir alla en aðeins 33% fannst græn og opin svæði áhugaverð og spennandi. 27% fannst þau hreinlega óáhugaverð og óspennandi.

Ungmennaþing telur að ef ásýnd opinna svæða yrði betrumbætt þá myndi það stuðla að meiri útivist, bættri lýðheilsu, menningaraukningu og að það yrði hvetjandi fyrir fólk að labba meira.

Leggur ungmennaráð til, með niðurstöðu ungmennaþings að leiðarljósi, að bæjarstjórn hafi til umhugsunar Tjarnargarðinn, og þá sérstaklega tjörnina sjálfa, við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2020.

Til er áætlun um Tjarnargarð og verið er að vinna skipulag um Selskóg. Langt síðan að hefur verið aðili sem hefur sérstaklega yfirumsjón með garðyrkjumálum í sveitarfélaginu.