Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

272. fundur 04. apríl 2018 kl. 17:00 - 19:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Sigrún Blöndal 1. varaforseti
  • Stefán Bogi Sveinsson 2. varaforseti
  • Gunnar Jónsson bæjarfulltrúi
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer bæjarfulltrúi
  • Árni Kristinsson bæjarfulltrúi
  • Þórður Mar Þorsteinsson bæjarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Aðalheiður Björt Unnarsdóttir varamaður
  • Páll Sigvaldason bæjarfulltrúi
  • Guðrún Ragna Einarsdóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Starfsáætlanir nefnda Fljótsdalshéraðs 2018

Málsnúmer 201709106

Árni Kristinsson, formaður umhverfis- og framkvæmdanefndar kynnti starfsáætlun nefndarinnar fyrir árið 2018.
Aðrir sem til máls tóku voru í þessari röð: Stefán Bogi Sveinsson, sem bar fram fyrirspurnir. Árni Kristinsson, sem svaraði fyrirspurnum. Björn Ingimarsson, sem svaraði fyrirspurnum og Páll Sigvaldason.

2.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 422

Málsnúmer 1803014F

Til máls tóku: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Stefán Bogi Sveinsson, sem vakti athygli á mögulegu vanhæfi sínu og Páls Sigvaldasonar, undir lið 2.3 og úrskurðaði bæjarstjórn þá hæfa í málinu.

Fundargerðin lögð fram.

3.Atvinnu- og menningarnefnd - 66

Málsnúmer 1803013F

Til máls tóku: Guðmundur Sveinsson Kröyer, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 3.1 og bar fram fyrirspurn. Guðmundur Sveinsson Kröyer, sem svaraði fyrirspurn. Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 3.1. Þórður Mar Þorsteinsson, sem ræddi lið 3.1. Árni Kristinsson, sem ræddi lið 3.1 og Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 3.1.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Til umræðu á fundi atvinnu- og menningarnefndar var greinargerð starfshóps um fræðasetur Jóns lærða og nýtingu læknishússins á Hjaltastað og Hjaltalundar.

    Eftirfarandi tillaga er lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og er sammála niðurstöðum starfshópsins um að á Úthéraði liggi tækifæri til uppbyggingar á ferðaþjónustu. Í greinargerðinni er lagt til að frekari greining fari fram á möguleikum svæðisins og að gert verði ráð fyrir fjármunum til þess við gerð fjárhagsáætlunar 2019.
    Starfsmanni atvinnu- og menningarnefndar jafnframt falið að setja greinargerð starfshópsins á heimasíðu sveitarfélagsins til kynningar.
    Þar sem atvinnu- og menningarnefnd telur ljóst að nauðsynlegt sé að fara í endurbætur á Hjaltalundi sem fyrst og leggur til að horft verði til þess við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019, vísar bæjarstjórn því til vinnu við gerð áætlunarinnar.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • 3.3 201801073 Kynningarmál
    Bókun fundar Afgreiðsla atvinnu- og menningarnefndar staðfest.
  • Bókun fundar Fyrir liggur styrkumsókn frá Tónleikafélagi Austurlands vegna tónleika sem haldnir verða í haust til styrktar geðheilbrigðismálum á svæðinu.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að verkefnið verði styrkt um kr. 150.000 sem tekið verði af lið 0574.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • 3.5 201801076 Ormsteiti 2018
    Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • 3.7 201702061 Ungt Austurland.
    Bókun fundar Fyrir fundi atvinnu- og menningarnefndar lá erindi frá Ungu Austurlandi þar sem óskað er eftir styrk til að halda starfamessu á Austurlandi. Á fundi bæjarráðs 26. mars 2018, var tekið mjög jákvætt í erindið en jafnframt var því vísað til atvinnu- og menningarnefndar að skoða með hvaða hætti hægt væri að veita stuðning til samtakanna.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að starfamessan verði styrkt um kr. 300.000 sem tekið verði af lið 1381.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 88

Málsnúmer 1803012F

Til máls tóku: Árni Kristinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.

5.Umsókn um rekstrarleyfi fyrir sölu veitinga/ Bar smiðja ehf.- Austri brugghús

Málsnúmer 201803027

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Austurlandi vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir sölu veitinga í flokki III að Fagradalsbraut 25 Egilsstöðum. Umsækjandi er Askur Taproom, Friðrik B. Magnússon.

Fyrir liggur jákvæð umsögn byggingarfulltrúa og Heilbrigðiseftirlits Austurlands.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, veitir bæjarstjórn jákvæða umsögn og staðfestir jafnframt að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að, sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.
Bæjarstjórn bendir á að eldvarnareftirlitið og vinnueftirlitið skila sínum umsögnum beint til sýslumanns.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 19:00.