Hallgrímur Þórhallsson, fulltrúi Fljótsdalshrepps í skólanefnd sat fundinn. Karl Sigfús Lauritzson sat fundinn sem varamaður Ragnhildar Rósar Indriðadóttur. Ellen Tamdrup sat fundinn sem áheyrnarfulltrúi foreldra og Guðbjörg Sif Kjartansdóttir sat fundinn sem áheyrnarfulltrúi kennara í stað Hildar Agnarsdóttur sem hafði boðað forföll. Harpa Höskuldsdóttir sem hefur verið ráðin deildarstjóri deildarinnar á Hallormsstað frá næsta skólaári sat einnig fundinn.
1.Staða mála vegna breytinga á skólastarfi Hallormsstaðaskóla
Elín Rán fór yfir mönnun leikskólans í sumar, en þá verða 8 börn á leikskólanum. Hún leggur til að opnun leikskólans verði eins alla daga í sumar, frá kl. 08:00 til 16:00. Skólanefnd samþykkir þann opnunartíma fyrir sitt leyti. Elín Rán kynnti tilboð í hádegisverð fyrir leikskólann í sumar frá Hótel Hallormsstað. Skólanefnd samþykkir fyrir sitt leyti að gerður verði samningur um umræddar máltíðir í sumar.
3.Frumdrög að fjárhagsáætlun Hallormsstaðaskóla 2015
Elín Rán kynnti niðurstöður foreldrakönnunar og nemendakönnunar Skólapúlsins á vorönn. Niðurstöður eru mun jákvæðari bæði í foreldrakönnun og nemendakönnun en í síðustu könnunum og skólanefnd fagnar því.
Formaður fór yfir erindi frá Fljótsdalshreppi varðandi varðveislu gagna Hallormsstaðaskóla. Skólanefnd leggur áherslu á gögn verði vistuð með viðeigandi hætti og sem flestu sem á við komið á Héraðsskalasafn Austfirðinga. Skólanefnd samþykkir að kr. 300.000 af fjárhagsáætlun skólans verði veitt í það verkefni að koma efni frá árshátíðum og skemmtunum á stafrænt form.
Skólastjórnendur lögðu fram tillögu að Gleðihátíð Hallormsstaðaskóla 29. maí nk. Skólanefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu að dagskrá hátíðarinnar.