Vorhátíð - skólaslit 2014

Málsnúmer 201405018

Skólanefnd Hallormsstaðaskóla - 27. fundur - 08.05.2014

Formaður fór yfir erindi frá Fljótsdalshreppi varðandi varðveislu gagna Hallormsstaðaskóla. Skólanefnd leggur áherslu á gögn verði vistuð með viðeigandi hætti og sem flestu sem á við komið á Héraðsskalasafn Austfirðinga. Skólanefnd samþykkir að kr. 300.000 af fjárhagsáætlun skólans verði veitt í það verkefni að koma efni frá árshátíðum og skemmtunum á stafrænt form.

Skólastjórnendur lögðu fram tillögu að Gleðihátíð Hallormsstaðaskóla 29. maí nk. Skólanefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu að dagskrá hátíðarinnar.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 197. fundur - 21.05.2014

Á fundi skólanefndar fór formaður yfir erindi frá Fljótsdalshreppi varðandi varðveislu gagna Hallormsstaðaskóla.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með skólanefnd og leggur áherslu á að gögn verði vistuð með viðeigandi hætti og því sem við á verði komið á Héraðsskalasafn Austfirðinga. Bæjarstjórn samþykkir að kr. 300.000 af fjárhagsáætlun skólans verði veitt í það verkefni að koma efni frá árshátíðum og skemmtunum á stafrænt form.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.