Skólanefnd Hallormsstaðaskóla

26. fundur 04. mars 2014 kl. 13:30 - 15:07 í Hallormsstaðaskóla
Nefndarmenn
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir formaður
  • Jóhann Þorvarður Ingimarsson aðalmaður
  • Hallgrímur Þórhallsson aðalmaður
  • Hildur Jórunn Agnarsdóttir áheyrnarfulltrúi kennara
  • Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
  • Michelle Lynn Mielnik áheyrnarfulltrúi
  • Elín Rán Björnsdóttir skólastjóri
  • Karl Sigfús Lauritzson varamaður
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi

1.Nemendamál

Málsnúmer 201402131

Trúnaðarmál, kynnt á fundinum. Tveir nýir nemendur hófu nám við skólann fyrr í vikunni, í 5. og 8. bekk. Einn nemandi hefur nám við leikskólann síðar í vikunni.

2.Starfsmannamál

Málsnúmer 201402130

Skólastjóri kynnti stöðu mála. Brugðist hefur verið við tímabundnum veikindum leikskólakennara með auknum starfshlutföllum almennra starfsmanna á sama tímabili. Skólastjóri kynnti að starfsmenn hafi óskað eftir að ekki yrði lögð fyrir starfsmannakönnun þetta árið enda ekki alhlítt að það sé gert á hverju ári. Skólastjóri hefur fallist á þá beiðni. Skólanefnd gerir ekki athugasemd við þá ákvörðun.

3.Skólastarfið síðari hluta skólaársins 2013-2014

Málsnúmer 201402128

Skólastjóri kynnti hugmyndir um hvernig ljúka megi þessu skólaári á viðeigandi hátt. M.a. nefnd hugmynd um að koma upptökum frá gömlum skólaskemmtunum á stafrænt form og jafnvel sýna brot úr þeim við valin tækifæri núna í vor. Einnig er hugmynd um að hafa handverkssýningu í vor. Skólanefnd telur þetta áhugaverðar hugmyndir og hvetur til frekari vinnu með þær.

4.Framtíðarskipulag Hallormsstaðaskóla - vísað til skólanefndar frá sveitarstjórnum

Málsnúmer 201312036

Auk greinargerðar starfshóps sem var til umræðu á síðasta fundi skólanefndar lágu fyrir fundinum fundargerð frá fundi með skólasamfélaginu 27. febrúar og fundargerð skólaráðs frá 28. febrúar sl. Skólanefnd lýsir yfir stuðningi við þær tillögur sem koma fram í greinargerð starfshópsins og vísar málinu til endanlegrar afgreiðslu í sveitarstjórn Fljótsdalshrepps og bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs.

Fundi slitið - kl. 15:07.