Skólanefnd Hallormsstaðaskóla

25. fundur 21. febrúar 2014 kl. 13:00 - 14:05 í Hallormsstaðaskóla
Nefndarmenn
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir formaður
  • Jóhann Þorvarður Ingimarsson aðalmaður
  • Hallgrímur Þórhallsson aðalmaður
  • Hildur Jórunn Agnarsdóttir áheyrnarfulltrúi kennara
  • Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
  • Ragnhildur Rós Indriðadóttir aðalmaður
  • Michelle Lynn Mielnik áheyrnarfulltrúi
  • Elín Rán Björnsdóttir skólastjóri
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
Fundurinn var haldinn sem símafundur.

Sigurlaug Jónasdóttir og Ruth Magnúsdóttir tóku þátt í fundinum.

1.Mat á skólastarfi

Málsnúmer 201402132

Frestað til næsta fundar skólanefndar.

2.Skólastarfið síðari hluta skólaársins 2013-2014

Málsnúmer 201402128

Frestað til næsta fundar skólanefndar.

3.Starfsmannamál

Málsnúmer 201402130

Frestað til næsta fundar skólanefndar.

4.Nemendamál

Málsnúmer 201402131

Frestað til næsta fundar skólanefndar.

5.Framtíðarskipulag Hallormsstaðaskóla - vísað til skólanefndar frá sveitarstjórnum

Málsnúmer 201312036

Formaður kynnti þá greinargerð sem send hafði verið til fundarmanna og unnin var af starfshópi sem skólanefnd skipaði til verkefnisins. Umræða um skýrsluna í heild sinni og spurningar um ákveðin atriði sem höfundar greinargerðarinnar svöruðu. Skólanefnd þakkar vel unna greinargerð.

Formaður gerði að tillögu sinni að boðað yrði til sameiginlegs kynningarfundar fyrir foreldra, nemendur, starfsfólk, skólanefnd og fulltrúa sveitarstjórnanna þar sem höfundar greinargerðarinnar sitji fyrir svörum nk. fimmtudag, 27. febrúar kl. 17:00. Elínu Rán falið að senda greinargerðina til foreldra og starfsfólks. Jafnframt verði kallað eftir umsögn skólaráðs sem liggi fyrir næsta fundi í skólanefnd þar sem greinargerðin verður afgreidd frá nefndinni. Tillagan samþykkt samhljóða. Stefnt er á að næsti skólanefndarfundur verði þriðjudaginn 4. mars kl. 13:30.

Fundi slitið - kl. 14:05.