Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs

253. fundur 26. september 2017 kl. 17:00 - 20:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Hrund Erla Guðmundsdóttir varaformaður
  • Aðalsteinn Ásmundarson aðalmaður
  • Soffía Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Ágústa Björnsdóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir fræðslustjóri
Áheyrnarfulltrúar tónlistarskóla, Drífa Sigurðardóttir og Berglind Halldórsdóttir mættu á fundinn undir lið 1. Áheyrnarfulltrúar leikskóla, Guðmunda Vala Jónasdóttir og Sigríður Klara Sigfúsdóttir mættu á fundinn undir lið 2. Áheyrnarfulltrúar grunnskóla, Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir, Þórunn Guðgeirsdóttir, Helena Rós Einarsdóttir og Lilja Sigurðardóttir mættu á fundinn undir liðum 3-5. Skólastjórar mættu á fundinn undir þeim liðum sem varða þeirra skóla sérstaklega.

1.Fjárhagsáætlun fræðslusviðs 2018 - tónlistarskólar

Málsnúmer 201709084

Sóley Þrastardóttir, skólastjóri Tónlistarskólans á Egilsstöðum og Drífa Sigurðardóttir, skólastjóri Tónlistarskólans í Fellabæ, kynntu tillögur sínar að fjárhagsáætlun skólanna fyrir 2018. Fyrir fundinum liggur jafnframt greinargerð vegna fjárhagsáætlunar Tónlistarskóla Norður-Héraðs 2018.

Lagt fram til kynningar.

2.Fjárhagsáætlun fræðslusvið 2018 - leikskólar

Málsnúmer 201709083

Sigríður Herdís Pálsdóttir, skólastjóri leikskólans Tjarnarskógar og Guðmunda Vala Jónasdóttir, skólastjóri leikskólans Hádegishöfða, kynntu tillögur sínar að fjárhagsáætlun fyrir 2018.

Lagt fram til kynningar.

3.Fjárhagsáætlun fræðslusviðs 2018 - grunnskólar

Málsnúmer 201709085

Stefanía Malen Stefánsdóttir, skólastjóri Brúarásskóla, Ruth Magnúsdóttir,skólastjóri Egilsstaðaskóla og Sverrir Gestsson skólastjóri Fellaskóla kynntu tillögur sínar að fjárhagsáætlun skólanna fyrir 2018.

Lagt fram til kynningar.

4.Fellaskóli - Sjálfsmatsskýrsla 2016-2017

Málsnúmer 201709081

Sverrir Gestsson, kynnti sjálfsmatsskýrslu Fellaskóla 2016-2017.

Lagt fram til kynningar.

5.Umsókn um heimakennslu

Málsnúmer 201708095

Fræðslustjóri kynnti fyrirliggjandi umsókn um heimakennslu. Fræðslunefnd felur fræðslustjóra að ljúka afgreiðslu málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Skýrsla fræðslustjóra

Málsnúmer 201108127

Til kynningar.

Fundi slitið - kl. 20:30.