Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

305. fundur 04. desember 2019 kl. 17:00 - 17:45 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Stefán Bogi Sveinsson forseti
  • Kristjana Sigurðardóttir 2. varaforseti
  • Gunnar Jónsson bæjarfulltrúi
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Björg Björnsdóttir bæjarfulltrúi
  • Aðalsteinn Ásmundarson bæjarfulltrúi
  • Hannes Karl Hilmarsson bæjarfulltrúi
  • Stefán Snædal Bragason bæjarritari
  • Karl Sigfús Lauritzson varamaður
  • Haddur Áslaugsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Stefán Snædal Bragason bæjarritari

1.Gjaldskrár 2020

Málsnúmer 201911112

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir eftirfarandi gjaldskrár fyrir árið 2020:

Álagningarhlutfall útsvars verði óbreytt eða 14,52%

Álagningarhlutföll fasteignaskatts verði óbreytt, eða sem hér segir:
A flokkur 0,5%
B flokkur 1,32%
C flokkur 1,65%
Álagningarhlutföll lóðarleigu verði óbreytt á eignarlóðum Fljótsdalshéraðs, eða 0,75% áður samþykkt á fundi bæjarstjórnar 20.11. 2019).

Fjöldi gjalddaga fasteignagjalda verði 9. Fyrsti gjalddagi verði 1. febrúar og síðasti 1. október.
Holræsagjald verði óbreytt eða 0,32% af fasteignamati.
Gjaldskrá fyrir hreinsun rotþróa tekur breytingu samkvæmt breytingu á byggingarvísitölu milli ára. (miðast við byggingarvísitölu í desember ár hvert)
Vatnsgjald pr. fermetra húss kr. 255
Fastagjald vatns á matseiningu verði kr. 8.966

Sorpgjald á íbúð verði:
Söfnunargjald kr. 21.429
Förgunargjald kr. 9.179
Samtals kr. 30.608
Sumarhús eyðingargjald (30%) kr. 9.182
Sumarhús með sorphirðu frá 1. maí til 31. sep. kr. 15.304.

Aukatunnur á heimili:
Grá tunna 240 L kr. 10.900 á ári
Græn tunna 240 L kr. 1.950 á ári
Brún tunna 240 L kr. 1.950 á ári

Heimild til lækkunar fasteignaskatts hjá tekjulitlum elli- og örorkulífeyrisþegum 2020:
Hámark afsláttar verði: kr. 91.000.
Viðmiðunartölur tekna hjá einstaklingi verði:
Lágmark kr. 3.087.000
Hámark kr. 4.051.000
Viðmiðunartölur tekna hjá hjónum verði:
Lágmark kr. 4.341.000
Hámark kr. 5.500.000.

Hundaleyfisgjald 2020 verði óbreytt eða kr. 14.000.
Kattaleyfisgjald 2020 verði óbreytt eða kr. 9.500.

Gjaldskrá fyrir meðhöndlun og förgun úrgangs á Fljótsdalshéraði árið 2020, sbr. fundargerð umhverfis- og framkvæmdanefndar frá 28.11 2019, er jafnframt staðfest í heild sinni.

Gjaldskrá samkvæmt samþykkt um gatnagerðargjald, byggingarleyfisgjald og þjónustugjöld byggingarfulltrúa frá 15. 02. 2017, tekur breytingum til samræmis við breytingar á byggingarvísitölu í janúar ár hvert.

Að öðru leyti vísar bæjarstjórn til afgreiðslu nefnda í fjárhagsáætlunum fyrir árið 2020 á öðrum gjaldskrám og staðfestingar bæjarstjórnar á þeim fundargerðum.
Bæjarstjórn leggur jafnframt áherslu á að eigi síðar en í byrjun janúar hafi gjaldskrár verið birtar á heimasíðu sveitarfélagsins.

Auk þess leggur bæjarstjórn til að einum af starfshópum vegna undirbúnings sameiningar sveitarfélaganna verði falið að yfirfara og samræma samþykktir og gjaldskrár um útleigu á húsnæði stofnanna nýs sveitarfélags og félagsheimila þeirra.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 491

Málsnúmer 1911020F

Til máls tóku: Stefán Bogi Sveinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 2.9 og Berglind Harpa Svavarsdóttir, sem ræddi lið 2.9.

Fundargerðin lögð fram.

3.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 492

Málsnúmer 1911023F

Fundargerðin lögð fram.

4.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 123

Málsnúmer 1911019F

Til máls tók: Stefán Bogi Sveinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.

5.Íþrótta- og tómstundanefnd - 57

Málsnúmer 1911004F

Til máls tók: Berglind Harpa Svavarsdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Einnig ræddi hún sérstaklega liði 5.2. og 5.8.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu íþrótta- og tómstundanefndar samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi breytingar á gjaldskrá sem snúa eingöngu að því að frá og með 1. janúar 2020 verði frítt í Héraðsþrek og sund fyrir eldri borgara og frítt í sund fyrir börn upp að 18 ára aldri. Gildir það fyrir íbúa á Fljótsdalshéraði.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Afgreiðsla íþrótta- og tómstundanefndar staðfest.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Fyrir liggja breytingar á reglum um viðurkenningu fyrir íþróttafólk Fljótsdalshéraðs. Í ljósi tilnefninga sem bárust frá íþróttafélögum telur íþrótta- og tómstundanefnd mikilvægt að endurskoða reglurnar og rýmka aldurstakmark þeirra sem tilnefndir geta verið. Vonast nefndin til þess að þessar breytingar verði til þess að tilnefningar berist frá fleiri félögum og deildum.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með íþrótta- og tómstundanefnd og hvetur íþróttafélög og deildir til að tilnefna íþróttafólk til viðbótar við þær tilnefningar sem þegar hafa borist, með tilliti til breyttra reglna.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir það sem fram kom á fundi íþrótta- og tómstundanefndar um að taka verði tillit til þeirrar starfsemi sem starfrækt er í sveitarfélaginu við skipulagningu tíma í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum og Héraðsþreki. Bæjarstjórn tekur jafnframt undir afstöðu nefndarinnar sem telur þó ekki ástæðu til að gera breytingar á starfsemi Héraðsþreks að svo stöddu, en hvetur forstöðumann Íþróttamiðstöðvarinnar til að hafa þessi sjónarmið í huga.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • 5.8 201807002 Tómstundaframlag
    Bókun fundar Fyrir liggja yfirfarnar reglur um tómstundaframlag Fljótsdalshéraðs, til viðbótar við bókun ungmennaráðs frá 6. nóvember 2019.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu íþrótta- og tómstundanefndar samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi reglur.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Afgreiðsla íþrótta- og tómstundanefnda staðfest.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

6.Félagsmálanefnd - 177

Málsnúmer 1911018F

Lagt fram.

7.Félagsmálanefnd - 178

Málsnúmer 1911013F

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 17:45.